Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Fullkominn dagur – stuttmynd

Lokaafurð í námskeiðinu Leiktúlkun IV (kvikmyndaleikur) er stuttmyndin Fullkominn dagur. Nemendur á 2. ári Sviðslistadeildar fara með helstu hlutverk en auk þeirra koma nemendur af Sviðshöfundabraut og Kvikmyndalistadeild að verkefninu. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Ása Helga Hjörleifsdóttir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.

Fullkominn dagur gerist í brúðkaupi þeirra Hannesar og Sjönu. Allt stefnir í að dagurinn verði ekkert minna en fullkominn þegar óvænt útspil í athöfninni setur allt í uppnám. Við tekur atburðarás þar sem hjónin nýgiftu þurfa að taka á öllu sem þau eiga til þess að komast yfir fyrstu áskoranir hjónabandsins.

Sýning myndarinnar fer fram í Bíó Paradís, Sal 2, miðvikudaginn 15. maí kl. 13. 

Öllum opið meðan húsrúm leyfir. 

Aðalhlutverk: Elva María Birgisdóttir, Guðjón Ragnarsson, Helga Salvör Jónsdóttir, Hrafnhildur Ingadóttir, Ingi Þór Þórhallsson, Katla Njálsdóttir, Kristinn Óli S. Haraldsson, Salka Gústafsdóttir, Sólbjört Sigurðardóttir og Stefán Kári Ottósson.

Handrit: Sigurður Davíð Þór Guðmundsson

Kvikmyndataka: Konráð Kárason Þormar

Klipping: Signý Rós Ólafsdóttir

 

 

Aðrir viðburðir

: ?>