Þriðjudaginn 4. apríl heldur Gábor Máté fyrirlestur í Þverholti 11, fyrirlestrasal A.

Gábor Máté er ungverskur ljósmyndari og yfirmaður ljósmyndadeildar Moholy-Nagy Univeristy of Arts and Design (MOME) í Búdapest. Máté vinnur einkum verk sem eru á mörkum fagurfræðilegrar ljósmyndunnar og heimildaljósmyndunnar og fjallar gjarnan um aðkallandi félagsleg vandamál eða flókna samfélagsgerð samtímans í ljósmyndum sínum. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og mun í fyrirlestrum fjalla sérstaklega um verkin „Philemon’s Dream – The Idea of Eternal Marriage” og „Divorce. The resolution reached with difficulty” sem hann sýndi í Robert Capa Contemporary Photography Center í Búdapest á síðasta ári og fjalla um flókið samspil einstaklingshyggju og samstöðu í hjónaböndum samtímans .

Máté mun í fyrirlestrinum fjalla um bæði eigin verk og annarra með áherslu á heimspekilega forsendur ljósmyndaverka og möguleika ljósmyndunar á að takast á við og miðla málefnum er varða samtíma okkar á fagurfræðilegan og gagnrýnin hátt. Þá mun hann einnig segja frá hugmyndafræði ljósmyndanáms við MOME háskólann í Búdapest.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn almenningi.

Facebook viðburður