Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku13.september 2024
09:20-17:30
Hamar, Stakkahlíð 1
Rannsakendur beina sjónum sínum í síauknum mæli að listamönnum og hvernig þeir nálgast viðfangsefni sín. Það innsæi og sú skapandi hugsun sem listsköpun krefst hefur reynst árangursrík viðbót við staðlaðar aðferðir raunvísinda. Listamenn eru forvitnir einstaklingar sem beita gagnrýnni og þverfaglegri hugsun við lausnir á flóknum vandamálum. Oft hefur sú færni þróast frá unga aldri. Listrannsóknir hafa því gildi langt umfram hina augljósu fagurfræðilegu þætti.
Þrátt fyrir þetta virðist skorta á skilning og samtal við rannsóknarumhverfið. Tilgangurinn með Hugarflugi 2024 er að komast að því hvað liggur þar að baki. Vantar sameiginlegt tungumál? Eru rannsóknaraðferðir listamanna of frábrugðnar hinum hefðbundnu leiðum til að hægt sé að taka þær alvarlega? Mætti miðla útkomu listrannsókna á annan hátt en gert er, eða er gæðum á stundum hreinlega ábótavant?
Við opnum umræðuna með það að markmiði að svara ofangreindum spurningum. Listaháskóli Íslands kallaði í vor eftir tillögum af hvers kyns tagi, kynningum á rannsóknum sem eru í gangi eða hafa verið framkvæmdar af starfsfólki okkar, nemendum og/eða samstarfsaðilum. Með það að markmiði að framkalla “skjáskot” af rannsóknarmenningu okkar sem hægt er að ræða okkar á milli en ekki síður við fulltrúa hins breiða rannsókarumhverfis dagsins í dag. Hið glögga gests auga er enda verðmætt innlegg inn í þróun rannsókna innan Listaháskóla Íslands til framtíðar.
The creative insight of artists is increasingly attracting the attention of the wider research arena. Artists’ divergent thinking (i.e. imaginative, open ended) has been shown to add a new, beneficial dimension to problem solving which hitherto has mostly been in the hands of convergent thinkers (i.e. logical, analytic). But the artist’s mind is also an investigative mind. It is a modern, cross-disciplinary mindset, geared towards working on highly complex tasks through skills which have often been developed from a very young age. Needless to say, there is thus great value in artistic research, beyond the simple aesthetic value of art works which is more generally and easily recognised.
Still, there seems to be a lack of understanding between these different research communities. The overarching question Hugarflug 2024 seeks to answer is: why? Is it a lack of common terminology? Are the methods of investigation used by artists too different from the more traditional ways of performing research to be taken seriously? Are artists´ means of dissemination not clear enough, or is it even a simple question of quality?
In order to answer the above questions, we want to open the field to a wider discussion. The Iceland University of the Arts called for research proposals of any kind being performed or having been performed by our staff, students and collaborators. The aim was to provide a snapshot of our research output and to sit down and talk, not only between ourselves but not least with representatives of the wider research community who will be invited to the discussion, providing a valuable „guest´s eye“. It is thus a truly open call.
Í þessu erindi velti ég fyrir mér þeim hugsunarhætti og mannlegu gildum sem eru ráðandi í nútímanum. Hvort um sig hefur leitt til fordæmalauss félagslegs ójöfnuðar og valdið náttúrunni ómældum skaða. Annarskonar aðferðir og gildi eru ekki aðeins möguleg heldur samrýmast þau einnig betur samvinnuaðferðum, líflegu samfélagi og virðingu og umhyggju fyrir náttúrunni. Hins vegar getum við ekki einfaldlega valið ný gildi. Þörf er á skynrænu, starfsmiðuðu námi sem miðast við traust og virðingu við ákveðnar meginreglur, sem og dygga, einlæga skuldbindingu. Þessi tegund náms er einnig undirstaða skapandi lista.
Lykilhugtök: Hugvit, gildi, skynræn, nútími, samhengi, náttúra
Stuart Walker er deildarstjóri sjálfbærrar hönnunar við Manchester Metropolitan-háskóla. Hann er einnig prófessor emerítus við Lancaster- og Calgary-háskóla og gestaprófessor í sjálfbærri hönnun við Kingston-háskóla í London. Rannsóknir hans í sjálfbærri hönnun hafa verið gefnar út og sýndar á alþjóðavettvangi og meðal bóka hans eru Sustainable by Design; Design Realities og Design & Spirituality. Nýjasta bók hans, Design for Resilience, er gefin út af The MIT Press.
In this talk, I consider the modes of thinking and human values that have dominated the modern era. These have resulted in unprecedented levels of social inequity while simultaneously wreaking havoc on the natural world. Alternative modes and alternative values are not just possible but are also more compatible with cooperative ways of being, the flourishing of community, and respect and care for Nature. However, we cannot simply choose a new set of values. Instead, tacit, practice-based learning is needed, and this depends on trust in and submission to certain principles, as well as habitual, dedicated commitment. This type of learning is also fundamental to the creative arts.
Keywords: creativity, values, tacit, modernity, context, nature
Stuart Walker is Chair of Design for Sustainability at the School of Design, Manchester Metropolitan University. He is also Emeritus Professor at Lancaster and Calgary Universities and Visiting Professor of Sustainable Design at Kingston University, London. His research in design for sustainability has been published and exhibited internationally, and his many books include Sustainable by Design; Design Realities and Design & Spirituality. His latest book, Design for Resilience, is published by The MIT Press.
Utan um hvað kristallast þekking innan listrannsókna sem sérstaks sviðs? og hvernig möguleikar verða til fyrir nýnæmi, gagnrýnið sjónarhorn, og ómöguleika myndlistar innan samhengis sem hefur þekkingarfræðileglegan grunn? Eru dæmi um spurningar sem ég kem til með að ávarpa í fyrirlestrinum.
Markmiðið með því að greina og skýra þessi fyrirbæri er að með því verði mögulegt að gera betur grein fyrir listrannsóknum sem þekkingarfræðilegum ferlum, að auka skilning á því hvernig fræðasvið eða þekkingarsvið myndast í kringum listrannsóknir.
Markmið NARP var að útskrifa listamenn úr öllum listgreinum með doktorsgráðu sem væri jafngild og aðrar doktorsgráður en þó öðruvísi þar sem rannsóknin væri 100% verkleg/listræn. Inn í fyrirlesturinn fléttast einnig þróun á vefsvæðinu; The Research Catalog, sem var stofnað sem miðlunarvettvangur listrannsókna og til að brúa bilið á milli verklegra listrannsókna og doktorsritgerða. Fyrirlesturinn verður fluttur sem PowerPoint kynning.
——-
The NARP experiment 2003 – 2024
Artistic Research in Norway – a brief history
In this presentation I will trace the history, development and speciality of the Norwegian Artistic Research Programme which was founded in 2003, but will this year be faded out in the form it has been operating. NARP aimed to develop and cultivate an artistic research environment / community where the main emphasis was on the artistic research but not on thesis writing. NARP aimed at graduating artists from all fields with a PhD degree which was equal to other PhD degrees but difference since the research was 100% artistic/practice based. The development of The Research Catalog is interwoven into this story and was founded as an online dissemination platform for artistic research and meant to bridge the gap between practice based artistic research and PhD thesis writing. The lecture will be presented as a Power Point presentation.
Sumar tilraunirnar voru sýndar opinberlega í The Kitchen í New York, en önnur rötuðu síðar á Myndbandasafn Media Study/ Buffalo, deild við New York ríkisháskólann sem var sérstaklega stofnuð til að efla þekkingu á nýjum miðlum á borð við vídeó. Ætlunin er að skoða hvort í háskólanum í Buffalo hafi frá uppi verið gerðar rannsóknir á sviði vídeólistar, sem haft hafi áhrif á þekkingu á eiginleikum vídeómyndarinnar og þróun myndmáls vídeólistarinnar og hvernig sú þekkingarsköpun fór fram. Um leið verður velt upp spurningum um greinarmun sem gerður hefur verið á tilraunalist, rannsóknum og listaverki með vídeólistina sem viðmið.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir, prófessor í fræðum myndlistar við myndlistardeild LIstaháskóla Íslands
Experiment or Research: An Emerging New Art
In this lecture, the intention is to look back at the early years of video art and especially the career of Steina and Woody Vasulka, who started experimenting with video around 1970. Some of the experiments were shown publicly at The Kitchen in New York, while others later found their way to the Videotape Library at Media Study/ Buffalo, a department in the State University of New York (SUNY) in Buffalo that was specifically created to promote knowledge in new media such as video. This lecture intends to examine whether the research carried out in the field of video art, has had an impact on the knowledge of properties of the video and the development of the imagery of video art and how that creation of knowledge took place. At the same time, questions will be raised about the distinction that has been made between experimental art, research and artwork with video art as a reference.
Skoðað verður hvernig hugmyndir og tilraunir listamanns halda áfram að gerjast undir yfirborðinu og geta skotið upp kollinum löngu síðar og raungerst í ólíkum miðlum, sem annars konar verk eða hönnunarvara.
Á tímum tækni, upplýsinga og gervigreindar vekur hlutverk listamannsins upp spurningar. Er listamaðurinn að verða úreltur, eða er skynræn þekking, listfengi hans og ásetningur í samvinnu við vélina og sjálfvirka ferla einn lykill að mótun fagurfræði í samtímanum?
——-
This talk traces the evolution of Primitiva, a generative jewellery design project that blends human creativity with machine precision. Katrín Ólína delves into how years of experimental storytelling and two-dimensional explorations evolved into a collection of symbolic talismans, highlighting the dynamic interplay between intuition, tacit knowledge, and digital tools. The project demonstrates how creative experiments can resurface and migrate across mediums, where human insight and technology merge to create meaningful designs.
In an age dominated by technology, information, and artificial intelligence, the role of the artist invites reflection. Is the artist becoming obsolete, or do their tacit knowledge, artistic sensibility, and ability to infuse intention into collaborations with machines and automated processes remain essential in shaping contemporary aesthetics?
Katrín Ólína is an Icelandic industrial designer with a diverse international and academic career. Her interdisciplinary work spans product design, interior design, graphic art, and research. Ólína led the Product Design programme at the Iceland University of the Arts from 2000 to 2004 and is currently the head of its Design Department.
Í fyrirlestrinum mun Fraser nota kenningar og tilviksrannsóknir til að sýna hvernig hann fellur skynræna þekkingu og handverk aftur inn í hönnunarferlið og fléttar saman hugsanir, ákvarðanir og ferli sem einkenna bæði vinnubrögð vissu og áhættu.
——-
‘Workmanship of risk’, an idea formulated by David Pye in 1968, utilises any kind of technique or system ‘in which the quality of the result is not predetermined, but depends on the judgment, dexterity, and care which the maker exercises as he works’. This is in contrast to the workmanship of certainty found in mass production, where the quality of the product is always predetermined before anything is actually made.
Through a combination of theory and case studies, this presentation will illustrate how I encorporate tacit knowledge and workmanship back into the design process and intertwine the thoughts, decisions and processes that characterise both the workmanship of certainty and the workmanship of risk.
Professor Fraser Muggeridge is a graphic designer based in London. Throughout a wide range of formats, from artists’ books and exhibition catalogues to posters, marketing material, exhibitions, websites, film titles and music, the studio prioritises artists’ and writers’ content over the imposition of a signature style. By allowing images and texts to sustain their own intent and impact, each project is approached with typographic form and letterform playing a key role in arriving at a sympathetic yet subtly alluring object.
Við beittum ýmsum aðferðum (m.a. að spyrja, lesa, taka viðtöl, ganga um, vinna í hópum, bjóða öðrum að taka þátt, skrá og búa til viðburði). Í þessari málstofu ætlum við að segja frá samfélagsverkefni sem þróað var í Borgarnesi, “Að komast út í Brákarey” (febrúar-júní 2024), þar sem notast var við fjölbreyttar vinnuaðferðir sem skiluðu sér í skapandi viðburði með þátttöku heimafólks.
Emily Lethbridge er rannsóknardósent hjá Árnastofnun. Rannsóknir hennar snúast um miðaldabókmenntir Íslands, sér í lagi hvað varðveislu og viðtöku fornrita varðar í áþreifanlegu samhengi. Hún er einnig kennari innan Hugvísindasviðs HÍ. Sjá nánar: https://www.arnastofnun.is/is/stofnunin/starfsfolk/emily-lethbridge.
Sarah Woods er margverðlaunað ritskáld og sérfræðingur í skapandi kerfishugsun. Söngleikur hennar og Boff Whalley, SANCTUARY, um hæli, kirkjuna og ríkið, verður frumsýndur á Englandi í september. Endurgerð hennar af DEMOCRACY eftir Alexis de Tocqueville fékk viðurkenningu sem “BBC Radio 4 Drama of the Week”. Hún er co-PI verkefnisins KVENNASPOR.
Bergdís er leikkona, leikstjóri, handritshöfundur og leiklistarkennari. Hún stofnaði leikhópinn Spindrift með sex leikkonum sem hafa samið og sýnt leikverk í 10 ár og ferðast með þau um Norðurlöndin, Bretland og næst til Kína. Ástríða Bergdísar liggur einnig í samfélags listum og vinnur hún sem sjúkrahússtrúður á Barnaspítala Hringsins og leiðir listasmiðjur fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda hjá Okkar heimi. Bergdís stundar nú nám við Listaháskóla Íslands í master í sviðslistum.
Gosia Trajkowska er sviðslistamaður, myndlistarmaður og leikstjóri. Hún vinnur helst af öllu í pörum. Ásamt Veru Popova stýrði hún sýningunum “CRIMEA”, “Pink Bitterness. Princesses”, “How To Disappear Completely”, “Dream Institution” og þriggja-þátta hlaðvarpinu “Beethoven Was a Lesbian”. Ásamt Agötu Lech bjó hún til og stýrði tveimur kvæðabíómyndum: “A Year without Summer” og “Ballad for Balconies”. Hún er með myndlistargráðu frá Listaskólanum í Szczecin, og stundar nú meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands.
———-
Kvennaspor was awarded a 3-year grant by Rannís in 2023. One of the key project aims is to bring creativity into traditional academic approaches and discourse, and to build creative responses to story and place on deeply-laid traditional academic foundations, bringing academic methods and materials into research through practice work. The project threads together a variety of modes of inquiry, questioning, reading, interviewing, walking practice, creative exploration and collaboration, participation, documentation, and artistic practice. The presentation will focus specifically on our community engagement project in Borgarnes ‘Getting to Brakarey’ (February to June 2024), which has used a variety of research methods to culminate in a creative, participatory community event.
Emily Lethbridge is Associate Research Professor at the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. She works on Iceland’s medieval literary heritage, exploring its transmission and reception in material contexts. She also teaches within the Humanities Department at the University of Iceland. See further: https://www.arnastofnun.is/is/stofnunin/starfsfolk/emily-lethbridge
Sarah Woods is an award-winning writer and creative systems thinker. Her musical SANCTUARY, about refuge, church and state, written with Boff Whalley, opens this September. Her re-imagining of Tocqueville’s DEMOCRACY was recently named BBC Radio 4 Drama of the Week. Sarah is co-PI of KVENNASPOR.
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir Bergdís is an actress, director, scriptwriter and drama teacher. She founded Spindrift Theatre with six actresses who have created performances for 10 years, touring around the Nordic countries, the UK and next in China. Bergdís is passionate about socially engaged art and works as a Health Clown at the Children’s Hospital as well as working with children of parents with mental illnesses at Okkar Heimur. She is currently a student in the Icelandic University of the Arts on the master program of performing arts.
Gosia Trajkowska is a performer, visual artist, and director. Most willingly she works in duets. Together with Vera Popova, she directed the performances “CRIMEA”, “Pink Bitterness. Princesses”, “How To Disappear Completely”, “Dream Institution” and a three-episode “Beethoven Was a Lesbian” podcast. Together with Agata Lech, she directed and created two poetry films: “A year without summer” and “Ballad for Balconies”. A graduate of Visual Arts at the Academy of Art in Szczecin. Currently, she is a student of the Performing Arts Master course at the Icelandic University of the Arts.
Þær vinna að þróun sýningar fyrir Gerðarsafn í sýningastjórn og samtali við Becky Forsythe. Sýningin grundvallast á örfyrirbærafræðilegum viðtölum (e. micro – phenomenological interviews) en sú aðferð gengur út á það að fá viðmælendur til að lýsa reynslu sinni af umhverfi Surtseyjar og varpa fram lýsandi mynd af upplifun sinni og minningar af fyrri (líkamlegri) reynslu.
Þorgerður Ólafsdóttir (1985), útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2009) og MA í myndlist frá Glasgow School of Art (2013). Í verkum sínum skoðar hún ólíka hluti og fyrirbæri sem eru samofin skilningi okkar og sambandi við náttúruna á tímum mikillar vitundarvakningar. Þorgerður er ein af þátttakendum í rannsóknarverkefninu Relics of Nature og gaf nýlega út bókina Esseyja / Island Fiction í tengslum við verkefni sitt um Surtsey.
Gunndís Ýr Finnbogadóttir býr og starfar á Íslandi. Hún útskrifaðist með MA í myndlist frá Piet Zwart Institute og Plymouth University árið 2008 og M.Art.Ed. í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Gunndís starfar sem lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Hún er doktorsnemi við Háskóla Íslands, og rannsakar umhverfistengsl í gegnum hreyfingu og listræna hugsun í listrannsóknarverkefni sem miðar að þróun umhverfiskennslufræða.
Becky Forsythe er sýningarstjóri. Í verkefnum sínum hefur Becky lagt mikla áherslu á samvinnu og tengslamyndun sem hún byggir á innsæi, umhyggju og gagnrýnum samskiptum. Sem sýningarstjóri hefur hún unnið að sýningum og útgáfum í söfnum, galleríum og listamannastýrðum verkefnum á Íslandi. Þar á meðal í Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Hafnarborg, Gerðarsafni, Kling & Bang, ASÍ og Skaftfelli. Becky er handhafi rannsóknarstöðu um hlut kvenna í íslenskri listasögu Listasafn Reykjavíkur og hún er einnig hluti af ritstjórn tímaritsins Myndlist á Íslandi.
Kynningarmynd: Mynd tekin úr Surtsey 3D, módel byggt upp af Birgi Vilhelm Óskarssyni, sjá nánar hér
———–
Unstable Ground is a visual art project and artistic research by Gunndís Ýr Finnbogadóttir and Þorgerður Ólafsdóttir, based on interviews with individuals who traveled to Surtsey between 1966 and 2022, among other things. Their exhibition opens in Gerðarsafn in autumn 2024, curated and in dialogue with Becky Forsythe. The exhibition is based on micro-phenomenological interviews, a method that supports interviewees to describe their experience of the environment of Surtsey and present a vivid picture of their perceptions and memories from previous (physical) experiences.
Þorgerður Ólafsdóttir graduated with a BA in Fine Arts at Iceland University of the Arts (2009) and MA in Fine Arts at the Glasgow School of Art (2013). In her practice she considers various things that are connected to our understanding of and relation to the natural world as it meets, overlaps and is interpreted within human environments. She is a part of the research project Relics of Nature and recently published the book Island Fiction in relation to her ongoing project about Surtsey island. www.thorgerdurolafsdottir.info
Gunndís Ýr Finnbogadóttir lives and works in Iceland. She graduated with an MA in Fine Art from the Piet Zwart Institute and Plymouth University in 2008 and M.Art.Ed. in art education from the Iceland University of the Arts in 2011. Gunndís is an assistant professor at the Iceland University of the Arts, Department of Arts Education. She is currently a PhD candidate at the University of Iceland, investigating environmental immersion and movement in thinking in an artistic research project aimed at developing environmental pedagogies.
Becky Forsythe is a curator whose practice centres relationship building and collaboration as methods for curating with intuition, care and critical exchange. As curator Becky has initiated, led and collaborated on exhibitions and publications in museums, galleries and artist-led initiatives in Iceland including, Reykjavík Art Museum, The Living Art Museum, Hafnarborg, Gerðarsafn, Kling & Bang, ASÍ and Skaftfell. Becky currently holds the research position on the role of women in Icelandic art at Reykjavík Art Museum and is on the editorial board of the magazine Art in Iceland.
Í því samhengi telur RSG mikilvægt að efla samtímis samtal milli rannsakenda með ólíkan bakgrunn og aðferðir, sem þó eiga það sameiginlegt að hafa tengingu við atvinnulíf menningar og skapandi greina; og milli þeirra og fólksins sem starfar á þessu sviði, ekki síst þeirra sem sinna kjarnastarfsemi listsköpunar og -miðlunar. Markmið erindisins er að opna þetta samtal og skoða hvort og hvernig RSG getur stutt við listrannsóknir og miðlun þeirra, komið að úttektum og rannsóknum á virði lista og listrannsókna, og skoða hvort og hvernig hægt er að nýta aðferðir listrannsókna í rannsóknum á vegum setursins.
Erla Rún Guðmundsdóttir er forstöðukona Rannsóknaseturs skapandi greina. Hún starfaði áður hjá Hagstofu Íslands sem sérfræðingur í menningartölfræði og kom þar að þróun og úrbótum á ýmsum gagnasöfnunum og útgáfum, m.a. í tengslum við menningarvísa og úrtaksrannsókn á menningar- og miðlaneyslu landsmanna. Erla Rún er með meistarapróf á sviði stjórnunar og fjármála í listum, menningu og skapandi greinum.
Rannsóknarsetur skapandi greina
—–
The Icelandic Research Center for the Creative Industries (RCCI) was founded in 2023, with the aim of promoting and strengthening research regarding cultural and creative economy. In that context, RCCI believes it is important to simultaneously promote dialogue between researchers with varying backgrounds and methodology, who, however, have in common a connection to the cultural and creative economy; and between them and the people who work in this field, not least those who carry out the core activities of artistic creation and dissemination. The goal of this talk is to open this dialogue and examine whether and how RCCI can support art research and its dissemination, assist with studies and research on the value of art and art research, and to examine if and how arts-based research methods could be used in research conducted by the center.
1. Huldufugl // Sýndarveruleiki: Sviðslistir og kvikmyndagerð
Í sínu erindi segir Huldufugl frá sinni reynslu af því að skapa yfirgripsmiklar og áhorfendamiðaðar upplifanir, bæði í hinu áþreifanlega rými, sem og í sýndarveruleika. Erindið spannar meðal annars praktískar hugleiðingar, líkt og hvernig eigi að draga fram hreyfingar í sýndarveruleika, vangaveltur um fagurfræði, aðferðir í skynjunar- og frásagnartækni og hvernig megi koma fyrir lifandi listflutningi (t.d. kvikmyndun (e. motion capture), IK-kerfi (e. IK systems), rauntíma leikstjórnun (e. live director control)).
Huldufugl samanstendur af leikkonunni og framleiðandanum Nönnu Gunnars og stafræna listamanninum Owen Hindley.
Frekari upplýsingar á huldufugl.is
2. Steingerður Lóa Gunnarsdóttir // Leikir sem list og lærdómur – skilningur á leikjum sem þverfaglegum verkum og tólum.
Leikir eru listform sem þverar landamæri. Þeir birtast í listaheiminum í formi myndrænna ljóða eða gagnvirkra verka sem leggja áherslu á einstaka upplifun þátttakandans. Leikjagerð er eitt þverfaglegasta form sem hægt er að finna: hún krefst mynd- og hljóðlistar, forritunar, grafískrar hönnunar, leikja-, upplifunar- og vörhönnunar og listræns innsæis. Leikurinn er okkur í blóð borinn og þannig lærum við og rannsökum heiminn frá blautu barnsbeini. Lærdóms- og rannsóknarform sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar út ævina.
Steingerður lauk MFA gráðu í leikjahönnun frá NYU Tisch árið 2015. Hún hefur gefið út þrjá framsækna og verðlaunaða tölvuleiki: Sumer, Triple Agent og Out of the Loop. Steingerður er partur af leikjalistahópnum Isle of Games og hefur kennt leikjahönnun í Háskóla Reykjavíkur síðustu 5 ár
Mynd: Steingerður Image: Isle of Games
3. Joost Rekveld // Lightning Empiricism; Thinking Through Devices
Hvað geta menn geta lært af samskiptum við vélarnar sem þeir hafa smíðað? Í gegnum efnislegar upplifanir af vélum er tilheyra ýmsum afkimum í sögu tækni og vísinda kannar Joost Rekveld listamaður þá spurningu. Útkomu þeirra rannsókna má sjá í formi framandi fyrirbæra í óhlutbundnum kvikmyndum sem hann skapar.
Kvikar myndir Joost hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum og á vettvangi myndlistar um allan heim. Frá árinu 1996 hefur hann kennt á ýmsum sviðum þar sem listir og vísindi mætast.
Frekari upplýsingar á http://www.joostrekveld.net/
Thinking with and through devices – the impact of technological development on the human senses and artistic explorations. Seminar at Hugarflug held in connection to the establishment of a joint study program between Iceland Academy of the Arts and Reykjavík University in digital art and interactive technology.
1. Huldufugl // Performing Arts in Physical and VR spaces – Practical & Aesthetic approaches
Huldufugl will speak about their work in creating immersive, audience-centric experiences both in physical spaces and the virtual. This will range from practical concerns, e.g. how to handle motion in virtual reality, to aesthetic, sensory and storytelling techniques, to methods of including live performance (motion capture, IK systems, live director control etc).
Huldufugl consists of performer & producer Nanna Gunnars and digital artist Owen Hindley. More info at huldufugl.is
2. Lóa Gunnars // Games as art and/or tool for teaching – understanding games as an interdisciplinary medium for everything.
Games and play is ingrained in our DNA and is one of the main way we learn about the world and our environment. It’s a way of research that every field should look towards, and every person should live by.
Lóa graduated with an MFA degree in Game Design from NYU Tisch in 2015. She’s published three innovative and accredited games called Sumer, Triple Agent, and Out of the Loop. Lóa is a part of the art game collective Isle of Games and has been teaching game design at RU for the past 5 years.
3. Joost Rekveld // Lightning Empiricism; Thinking Through Devices
Joost is an artist who wonders what humans can learn from a dialogue with the machines they have constructed. In a form of media archeology, he investigates modes of material engagement with devices from forgotten corners in the history of science and technology. The outcomes of these investigations often take the shape of abstract films that function like alien phenomenologies.
Joost Rekveld’s experimental films have been shown worldwide in filmfestivals and other venues for moving image culture. He has been teaching in various capacities on the intersection between interdisciplinary arts and the exact sciences since 1996.
More info at http://www.joostrekveld.net/
An overview of how I´ve toggled digital and analog techniques in the production of sculptural projects. My interest lies mainly in how small and visually striking analog physical objects or models can be transferred into the digital realm, reworked, processed and eventually reversed back into an analog end product. The digital is a very useful tool both for upscaling, visualisation and analysis of object properties but its aesthetics are not always desirable.
Carl Boutard is a Swedish visual artist living in Iceland since 2017. He currently works as an associate professor and BA program director at the IUA. His work is mostly sculptural and often situated in public space. Carl graduated with an MA from Malmö Art Academy in 2007 and also has a BSc in Architecture from the Royal Institute of Technology in Stockholm.
Discover the future of sustainable design with hemp fibers, as emphasized by the New European Bauhaus initiative. This innovative study showcases the potential of hemp fibers in acoustic design, enabling the creation of sound-absorbing interior elements, furniture, and more. By integrating hemp fibers into modern architecture and design, we can significantly enhance sustainable construction practices. Hemp fibers are renewable and have a low environmental impact, making them an ideal choice for eco-friendly design solutions. Join us in promoting a greener future through the use of these versatile and sustainable materials. Embrace the New European Bauhaus vision and transform your spaces with the natural, sound-absorbing qualities of hemp.
Vilte Adomaviciute is a biomaterial researcher, interior architect, and designer currently working as a scientist in the New European Bauhaus project. She holds two master’s degrees, one from Vilnius Academy of Arts (VDA) and another from the Iceland University of the Arts (LHI). Her main focus is on sound-absorbing biomaterials.
Í dag er stór hluti afurða framleiddur svo langt frá neytendum að engin tengsl eru við framleiðsluna. Áður fyrr voru bein tengsl milli iðnaðar og íbúa, en hefðir og efnislegar eignir á hverjum stað gleymast auðveldlega. Tesa rannsóknarinnar varpar ljósi á skynræna þekkingu og áðurnefnd tengsl með listrænni athugun sem fylgt er eftir með efni, formi, handverki, mynd og texta.
Útgangspunkturinn er hönnun og heimildaskráning Masonite, sem hönnunartvíeykið Folkform vann að í meira en áratug, en í dag er Masonite samheiti yfir mismunandi gerðir af trefjaplötum. Rannsóknin hefst á milli skjala Masonite-vörumerkisins, stafsettu með stóru „M“, viðartrefjaefninu sem William H. Mason fann upp í Bandaríkjunum á öðrum áratug síðustu aldar. Þegar síðustu Masonite-verksmiðjunni í Svíþjóð var lokað árið 2011 varð Masonite sögulegur menningararfur.
Í rannsókninni er dregin upp mynd af samstarfi hönnuða og iðnaðarmanna á ýmsum verkstæðum, aðallega innan sænska framleiðsluiðnaðarins. Mikilvægi nálægðar hönnunarferlis við framleiðsluna er undirstrikað og borin eru kennsl á þau fjöldamörgu tengsl sem leynast á bak við sköpunarferli vörunnar.
———
The Production Novellas is an artistic investigation of material and place, revealing a decade of research by Anna Holmquist, co-founder of Folkform design studio. Told through her 10-year collaboration with a now-closed Masonite factory in Rundvik, Norrbotten, Holmquist examines how design can re-connect consumers with industry, craft and local traditions.
A large part of the production today is manufactured so far from the consumer that there is no connection to the production. That there have historically been direct connections between an industry and the people, local traditions and material assets of the place is easily forgotten. The thesis makes the tacit knowledge and these relationships visible through an artistic exploration conducted through a combination of materials, form,craft, image and text.
The starting point in the thesis is the design and documentation of Masonite, which the design duo Folkform worked on for more than a decade. Masonite has become synonymous with an entire range of different types of fibreboard. This investigation takes its starting point in sheets of the Masonite brand, spelled with a capital ”M” and a lowercase ”e” at the end, a wood fibre material invented by William H. Mason in the United States in the 1920s. When the last Masonite factory in Sweden closed in 2011, Masonite became a historical and cultural heritage.
The thesis portrays the collaboration between designers and craftsmen in various workshops, mainly within the Swedish manufacturing industry. It highlights the importance of a design process close to production and shows the many relationships hidden behind the product’s creation process.
Anna Holmquist is one of the founders of the art and design studio Folkform.
Folkform first entered the public spotlight with their experimental work with materials, especially
Masonite where flowers and plants are pressed into the boards – giving them a brand new expression. Folkform has also become an international name and has received several prestigious design awards. Their work can be found in the permanent design exhibition at Nationalmuseum in Stockholm, Röhsska in Gothenburg and in The National Museum of Art, Architecture and Design in Oslo, to mention a few places.
Anna Holmquist is also working with interdisciplinary design research, at Konstfack University College of art and the Royal Institute of Technology in Stockholm, focusing on materials. She has been an invited lecturer at Beckmans School of Design, HDK and many other universities and institutions in Sweden.
Gunndís Ýr Finnbogadóttir býr og starfar á Íslandi. Hún útskrifaðist með MA í myndlist frá Piet Zwart Institute og Plymouth University árið 2008 og M.Art.Ed. í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Gunndís starfar sem dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Hún er doktorsnemi við Háskóla Íslands, og rannsakar umhverfistengsl í gegnum hreyfingu og listræna hugsun í listrannsóknarverkefni sem miðar að þróun umhverfiskennslufræða.
Kristín Valsdóttir er dósent við listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Rannsóknir og verk Kristínar beinast að tónlistarkennslu, listkennaramenntun, námsumhverfi (learning culture) og símenntun listamanna og kennara. Hún er með B.Ed. sem tónmenntakennari frá Kennaraháskóla Íslands, diplóma á meistarastigi í tónlistar- og dans kennslufræði frá Orff Institut, Mozarteum og meistargráðu í menntunarfræðum árið 2006 og doktorsgráðu 2019 frá Háskóla Íslands.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir er dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Umhverfisheimspeki hefur verið í forgrunni í verkum hennar síðan hún hóf nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í Values and the Environment frá Lancaster University og doktorsgráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðbjargar beinast að umhverfisfagurfræði, umhverfissiðfræði, fyrirbærafræði, skynjaðri þekkingu, líkamleika, landslagi, þverfaglegu starfi og þátttöku.
——–
In the department of art education, the aim is to promote students’ self-knowledge and understanding of sensory knowledge. In the talk, we will discuss “tacit knowledge” in the education of art teachers based on selected examples from the work and the faculty’s participation in the research project: Make Sense: Embodied, Experiential Inquiry and Research (MakeSense). Then we will discuss the methods of Focusing, Thinking at the Edge and Micro-phenomenology and how they are helpful in studies and research.
Gunndís Ýr Finnbogadóttir lives and works in Iceland. She graduated with an MA in Fine Art from the Piet Zwart Institute and Plymouth University in 2008 and M.Art.Ed. in art education from the Iceland University of the Arts in 2011.
Gunndís is an associate professor at the Iceland University of the Arts, Department of Arts Education. She is currently a PhD candidate at the University of Iceland, investigating environmental immersion and movement in thinking in an artistic research project aimed at developing environmental pedagogies.
Kristín Valsdóttir is an associate professor at the Iceland University of the Arts’ department of art education. She completed a B.Ed. as a music teacher, a diploma in music and dance from Orff Institut, 1992, an M.Ed degree from the University of Iceland in 2006 and a PhD in 2019. Her research focuses on music education, teacher training, learning culture and arts-teachers professional development.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir is an associate professor at the Iceland University of the Arts’ department of art education. Her research centers on environmental ethics, phenomenology and aesthetics, and she has published papers and book chapters on landscape, beauty and sensuous knowledge. Her current research within phenomenology and environmental aesthetics focuses on human-environment / body-landscape relations and processes, and their role in human thinking and understanding.
Einnig er skörun menningar og náttúru í verkum hennar sérstaklega skoðuð með tilliti til náttúruváar en mörg verka hennar eiga brýnt erindi við samtímann, sem einkennist af viðleitni til að endurhugsa þau spor sem mannfólkið hefur markað í náttúru, himin og jörð með lífríki sínu öllu. Verk hennar sem hverfast um stórfljótið Þjórsá urðu meðal annars uppspretta að þema Suðurlandstvíæringsins sumarið 2024 sem felur í sér ferðir myndlistamanna, hönnuða, arkitekta og fræðimanna á bökkum Þjórsár frá ósum til upptaka. Greint verður frá verkefninu, samstarfi, nálgunum og niðurstöðum rannsókna þátttakanda tvíæringsins.
Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir (f. 1968) er sjálfstætt-starfandi fræðimaður. Hún lærði heimspeki á Íslandi og listheimspeki í Frakklandi. Árin 2010–2021 starfaði hún fagstjóri listfræða og lektor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Aðalheiður Lilja hefur sinnt ýmsum verkefnum á fagsviðum listfræða og myndlistar, þar á meðal rannsóknum, skrifum og sýningargerð. Rannsóknir hennar hafa beinst að samtíma myndlist, bókverkagerð listamanna og að kynjafræðum innan lista.
Agnes Ársælsdóttir (f. 1996) er myndlistarmaður og sýningarstjóri með áherslu á tengingu manns við umhverfi sitt, aðferðir listrannsókna og ferli samvinnu.
Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2018 og leggur nú stund á meistaranám í Sýningargerð, miðlun og sýningarstjórn við Háskóla Ísland. Verk hennar hafa verið sýnd bæði hérlendis og erlendis en meðal nýlegra verkefna má nefna Á milli mála á Listahátíð í Reykjavík 2024 og einkasýningu hennar Hugsanlega garður í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins. Meðfram því sýningarstýrir hún Suðurlandstvíæringnum 2024 og Hamraborg Festival.
——–
The session discusses triggers that have arisen from a research project on the visual artist Borghildi Óskarsdóttir (b. 1942) that ended in Marc 2024 with the publication of a book on her works and an exhibition at Reykjavík Art Museum. The research work is presented with an emphasis on Borghildur’s material and interdisciplinary art research. Also, the overlap of culture and nature in her works is especially examined regarding natural hazards, but many of her works are urgently relevant, in times that are characterised by reflection on the human mark on nature. Her works about the great river Þjórsá became, among other things, the source for the theme of the South Iceland Biennale in the summer of 2024, which includes journeys of visual artists, designers, architects, and scholars on the banks of Þjórsá from estuaries to sources. The project of the Biennale, approaches and research results of participants, will be discussed.
Aðalheiður Lilja (b. 1968) is an independent researcher. She studied philosophy in Iceland and philosophy of art in France. In the years 2010–2021, she worked as a head of art theory studies and lecturer at the Fine Arts Department of the Iceland University of the Arts. She has carried out various projects in the fields of art theory and visual arts, including research, writing and exhibition making. Aðalheiður Lilja’s research is in the field of contemporary art, atists’ books and gender studies in the arts.
Agnes (b. 1996) is an artist and curator concerned with man’s connection to their environment, techniques of artistic research, and collaborative processes. She graduated with a BA in Fine Arts from Iceland University of Arts in 2018 and currently studies masters of curation at the University of Iceland. Her works have been exhibited both in Iceland and abroad, among her recent projects are Inter-bite at Reykjavík Arts Festival and her solo show Potentially Garden at Reykjavík Association of Sculptors. She is also a curator for The South Iceland Biannual’s 2024 edition and Hamraborg Festival.
Mamady Sano, Rokia Sano, Alpha Camara, Younoussa Camara og Ousmane Sylla are african dancers and drummers from Ballet Merveilles de Guinée from Guinea west Africa. They will perform an energetic African dance and drum show with the addition of answering questions about Guinean culture.
Mamady Sano er listrænn stjórnandi Ballet Merveilles de Guinée og einn eftirsóttasti afríski danskennari frá Gíneu. Hann hefur ferðast út um allan heim að kynna menningu Gíneu síðan hann flutti til New York 1997 og var meðal annars kennari við Long Island University og Alvin Ailey. Mamady býr nú á Íslandi og í Gíneu og ferðast enn út um allan heim til að kenna. Mamady er stofnandi Dans Afríka Iceland sem megin markmið er að efla afrískan dans, trommuleik og menningu á Íslandi og í Gíneu.
Rokia Sano er stórkostlegur dansari í Ballet Merveilles de Guinée og mjög vinsæll kennari hjá nemendum frá öllum heimshornum sem ferðast til Gíneu. Rokia hefur ferðast til Japan að kenna nemendum dans. Hún er frábær á sviði og hefur tekið þátt í óteljandi sýningum og viðburðum í Gíneu.
Alpha Camara er stórkostlegur dansari í Ballet Merveilles de Guinée og er frábær á sviði. Hann hefur tekið þátt í óteljandi sýningum og viðburðum í Gíneu og hjálpað Mamady að taka á móti nemendum frá öllum heimshornum og leitt þau í gegnum menningu Gíneu.
Ousmane Sylla er stórkostlegur doun doun trommari í Ballet Merveilles de Guinée og Camara Percussion. Hann er frábær á sviði og þekktur fyrir mikla orku í trommuleik. Ousmane hefur tekið þátt í óteljandi sýningum og viðburðum í Gíneu.
Younoussa Camara er stórkostlegur Djémbe trommari í Ballet Merveilles de Guinée og stofnandi og stjórnandi Camara Percussion. Hann er talinn einn af bestu trommurum sinnar kynslóðar og er frábær kennari. Younoussa er frábær á sviði og hefur tekið þátt í óteljandi sýningum og viðburðum í Gíneu og Senegal.
——–
Mamady Sano is the artistic director of Ballet Merveilles de Guinée and one of the most sought-after African dance teachers from Guinea. He has traveled around the world promoting the culture of Guinea since he moved to New York in 1997 and was a teacher at Long Island University and Alvin Ailey, among others. Mamady now lives in Iceland and Guinea and still travels around the world to teach. Mamady is the founder of Dans Afríka Iceland whose main goal is to promote African dance, drumming and culture in Iceland and Guinea.
Rokia Sano is a phenomenal dancer in the Ballet Merveilles de Guinée and a very popular teacher with students from all over the world who travel to Guinea. Rokia has traveled to Japan to teach dance to students. She is brilliant on stage and has participated in countless events in Guinea.
Alpha Camara is a phenomenal dancer in the Ballet Merveilles de Guinée and is brilliant on stage. He has participated in countless events in Guinea and helped Mamady to welcome students from all over the world and guide them through Guinean culture.
Ousmane Sylla is a phenomenal doun doun drummer in Ballet Merveilles de Guinée and Camara Percussion. He is brilliant on stage and known for his high energy drumming. Ousmane has participated in countless events in Guinea.
Younoussa Camara is a phenomenal Djémbe drummer in the Ballet Merveilles de Guinée and founder and director of Camara Percussion. He is considered one of the best drummers of his generation and is an excellent teacher. Younoussa is brilliant on stage and has participated in countless events in Guinea and Senegal.
ARRANGEMENT er viðburður á mörkum innsetningar eða vinnustofu sem hluti af listrænni rannsókn Þanið Þel (2024-2027), en verkefnið kannar hvernig sjónræn skynjun, hljóð og hreyfingar geta framkallað hugleiðsluástand, leikið við skilningarvitin og skapað tilfinningu fyrir nánd í samhengi við lifandi flutning. Þátttakendum er boðið í að koma inn í rými þar sem hægt er að byggja munstur og form úr fjölda svampkubba. Einfaldar leiðbeiningar má lesa á veggjum en að öðru leyti er þátttakendum frjálst að fylgjast með, eða taka þátt án orða. Markmiðið er að skapa rými þar sem miðlun á sér einmitt í gegnum aðra líkama án orða, til að draga fram skynræna og líkamlega nálgun á hvernig við lærum og upplifum saman. Gestum er boðið að upplifa á eigin forsendum og mynda eigin tengsl, hvort sem það er sem áhorfendur eða þátttakendur.
Katrín Gunnarsdóttir er danshöfundur búsett í Reykjavík. Hún er dósent við Sviðslistadeild LHÍ og fagstjóri BA námsleiðar í Samtímadansi. Katrín hefur samið á annan tug dansverka, tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis sem og víða erlendis og hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar. Katrín hefur mest unnið verk fyrir svið en einnig innsetningar í söfnum og óhefðbundnum rýmum. Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, hlustun, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Ásamt því að þróa eigin verk starfar hún með listahópnum Marble Crowd. https://www.katringunnarsdottir.com/
——-
ARRANGEMENT is an event situated between an installation and workshop as a part of artistic research Soft Encounters (2024-2027), an ongoing research project that investigates how various audio and visual stimuli can trigger a meditative state, tingling sensation in order create a feeling of intimacy in the context of live performance. Participants are invited to enter a space where patterns and shapes can be built from sponge cubes. Simple instructions can be read on the walls, but otherwise participants are free to follow, or participate without words. The goal is to create a space where communication takes place precisely through other bodies without words, to highlight a sensory and physical approach to how we learn and experience together. Visitors are invited to experience on their own terms and form their own connections, whether as spectators or participants.
Katrín Gunnarsdóttir is a Reykjavík-based choreographer, currently an associate professor at Iceland University of the Arts and programme director of BA in Contemporary Dance Practices. Her work focuses on soft encounters, using embodied listening and affective labour of the dancer to create intricate choreographic landscapes. Katrín creates work for stage but also creates installations in galleries, museums and public spaces. She has made multi award-winning performances that have been shown around Iceland and in Europe. As well as focusing on her artistic practice, Katrín works with multidisciplinary Marble Crowd.
https://katringunnarsdottir.com/
Árin á undan hafði hann skrifað heilmikið og kennt fólki um „vinnuvísindi“ og tók saman kenningar sínar um það í ritunum Vit og strit frá árinu 1915 og Vinnan frá 1917. Hér verður lögð áhersla á tengsl á milli þessara rita og framsetningu Guðmundar á upplifun af tíma, náttúrutíma og takti, en sjá má af efnistökum Guðmundar að hann er opinn fyrir ólíkum áhrifum eigin reynslu, heimspeki og bókmennta í aðferðafræði sinni og hugsun. Helstu niðurstöður lestursins eru að fyrstu íslensku stjórnunarkenningarnar í upphafi tuttugustu aldar eru fagurfræðilegar og fanga jafnframt þær andstæðu hugmyndir sem hafa haft áhrif á hugmyndir um vinnu á síðustu öld.
Njörður Sigurjónsson er doktor í menningarstefnu og menningarstjórnun og starfar sem prófessor við Háskólann á Bifröst. Njörður hefur stundað rannsóknir á stjórnun, menningastjórnun og menningarstefnu en meðal útgefinna greina og bókarkafla frá undanförnum árum eru: „Vinnan, takturinn og tímavísindin (2024); „Orchestra Leadership“ í bókinni Managing the Arts and Culture: Cultivating a Practice, gefin út af Routledge; „The Business of Culture: Cultural Managers in Iceland and the first waves of the Pandemic“ (2022); „The Political-Aesthetics of Participation: A Critical Reading of Iceland’s National Cultural Policy“ (2021) og „Menningarstefna, þátttaka og innflytjendur“ (2020).
—–
The presentation will address Guðmundur Finnbogason’s ideas about beauty, time and the aesthetics of work. Guðmundur published the first Icelandic book on aesthetics in 1918, Frá sjónarheimi, but in the years before he wrote extensively on Scientific Management as is noticeable in the publications Vit og strit from 1915 and Vinnan from 1917. The aim of the study is to contextualize Icelandic aesthetic management theory and better understand the concept of “time” in Guðmundur’s theory.
Njörður Sigurjónsson Ph.D. is Professor of Cultural Management at Bifröst University in Iceland. His main research areas are cultural management, cultural policy, sound culture and organizational aesthetics. Selected recent research papers and book chapters include “Orchestra Leadership” (2022), “The Effect of COVID-19 on Cultural Funding and Policy in Iceland” (2022), “The Political-Aesthetics of Participation“ (2021),“The Fourth Industrial Revolution and Music Management” (2020) “Silence in Cultural Management“ (2018), and “Experience Leadership: Lessons From John Dewey” (2018).
Á sýningunni má sjá listaverk og ólíka fundi úr náttúrunni sem eru samofnir sögu mannsins og áhrifa hans og ná langt út fyrir himinhvolf jarðarinnar.
Þorgerður Ólafsdóttir (1985), útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2009) og MA í myndlist frá Glasgow School of Art (2013). Í verkum sínum skoðar hún ólíka hluti og fyrirbæri sem eru samofin skilningi okkar og sambandi við náttúruna á tímum mikillar vitundarvakningar. Þorgerður er ein af þátttakendum í rannsóknarverkefninu Relics of Nature og gaf nýlega út bókina Esseyja / Island Fiction í tengslum við verkefni sitt um Surtsey.
———
The exhibition Future Fragments is based on Þorgerður Ólafsdóttir’s artistic research project, where she looks into phenomenons related to the Anthropocene as well as what we consider to be cultural and natural heritage.
The exhibition combines new artworks created in relation to objects from the collections of the National Museum of Iceland. These objects are unearthed objects from the contemporary past, something that Þorgerður categorises as núminjar (e. present-heritage or now-remains). The exhibition also includes artworks from her research project in relation to the island of Surtsey, which was recently published in the book Esseyja / Island Fiction.
Moreover, the exhibition plants the seeds of a Future Collection, an Archive of Anthropogenic Artefacts, an assemblage of phenomena, objects and symbols related to the Anthropocene. They appear to us through the conglomeration of culture, nature and minerals, challenging conventional ideas of what is culture and what is nature. In addition, they offer a perspective on how the future of our heritage could appear.
Sigríður Þorgeirsdóttir er prófessor í heimspeki við HÍ. Hún er leiðandi rannsakandi við alþjóðlegt rannsóknar- og þjálfunarverkefni í líkamlegri gagnrýninni hugsun og skilningi. Sjá nýlega bók: Practicing Embodied Thinking in Research and Learning, meðritstj. D. Schoeller og G. Walkerden, Routledge 2024.
Katrín Ólína Pétursdóttir er iðnhönnuður og deildarforseti Hönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Verkefni hennar spanna þverfaglegt svið hönnunar frá vöruhönnun, innanhússhönnun, myndskreytingar og hönnunarrannsóknir.
——-
Minisophy: A practical workshop in writing a minisophical text with the methods of embodied, critical, creative thinking and with the help of AI language processing tools. Participants work on an idea, develop it with the methods of embodied, critical thinking and write it with the help of a chat bot.
Sigridur Thorgeirsdottir, professor of philosophy at the University of Iceland. Principal investigator www.trainingect. com
Katrín Ólína Pétursdóttir is an Icelandic industrial designer with an academic and international career. Her interdisciplinary approach spans product design, interior design and graphic art and research.
Ólína’s academic roles include leading the Product Design programme at Iceland University of the Arts (1999-2004) and heading its Design Department since 2021.
Nemendur hafa unnið þá viku til að æfa sig í myndrænni framsettningu á sínum texta og fá það tækifæri í að vera í samtali við hvort annað og viðtakendur.
MA nemendur í sviðslitum við Listaháskóla Íslands og þátttakendur í verkefninu:
Eygló Höskuldsdóttir Viborg, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Malgorzata Maria Trajkowska, Esperanza Y. Palacios Figueroa, Aðalheiður Sigursveinsdóttir Najattaajaraq Joelsen, Henrik Koppen
—
There will be a joint exhibition by master’s students at the Iceland University of the Arts, where they have worked with a graphic designer to present their artistic research from written text to a performative/ visual space in a dialogue with the viewer. The dialogue in between the students and the viewer are important factor and the practise to make their research and thinking process more visible.
Í ár býður Hugarflug upp á bæði málstofur og vinnustofur. Málstofunum er skipt í tvennt; annars vegar í málstofur með einu 60 mínútna erindi, ásamt 30 mínútna panel umræðum og hins vegar sameiginlegar málstofur með þremur 20 mínútna sjálfstæðum erindum og u.þ.b. 30 mínútna sameiginlegum panel. Utanaðkomandi gestum hefur verið boðið að fylgjast með erindum á málstofunum og til að taka þátt í panelumræðum – með það að markmiði að draga fram gestsaugað í samtalinu.
Gestir Hugarflugs eiga það sammerkt að stunda rannsóknir á sínu sviði. Þeir hafa verið valdir út frá fjölbreyttum bakgrunni lista og vísinda, og verða nú með okkur til að fjalla um listrannsóknir og hina skynrænu þekkingu.
Vinnustofurnar eru fjölbreyttar, og þær brjóta upp annars formfast fyrirkomulag fyrirlestra.
Hugarflug, árleg rannsóknarráðstefna Listaháskóla Íslands, er vettvangur fyrir opna, faglega og gagnrýna umræðu um listir, hönnun og arkitektúr.
Ása Helga Hjörleifsdóttir, dósent í kvikmyndalistadeild
Carl Boutard, dósent í myndlistardeild
Ingimar Ólafsson Waage, deildarforseti listkennsludeildar
Katrín Ólína Pétursdóttir, deildarforseti hönnunardeildar
Pétur Jónasson, deildarforseti tónlistardeildar
Sahar Ghaderi, dósent í arkitektúrdeild
Sigmundur Páll Freysteinsson, verkefnastjóri rannsókna
Elín Þórhallsdóttir, gæða- og skjalastjóri