Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Kassinn hans Benedikts // Hildur I. Sverrisdóttir

Hildur I. Sverrisdóttir
Einkasýning í Naflanum
14. nóvember 17:00-19:00
Einnig opin laugardaginn 16. nóvember 15:00-18:00

Ég hef alltaf haft gaman að kössum og eyddi miklum tíma ofaní pappakössum sem barn. Ég lét mig oft dreyma um risastóra kassa og ákvað að núna væri kominn tími til að taka málið í mínar eigin hendur og búa til risa kassa. Endilega komið og upplifið æskudraum minn með mér í Naflanum.


Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 26. september – 28. nóvember 2024. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.

Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.