Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

KIRSUBERJAGARÐURINN

Útskriftarnemar leikarabrautar takast á við eitt af ástsælustu verkum leikbókmenntanna, Kirsuberjagarðinn, eftir Anton Tsjekhov í leikstjórn Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur.

Þetta dásamlega verk fellur aldrei úr gildi og á alltaf erindi við okkur sama hvaða tímar eru. Ljubov Andreévna og hennar fjölskylda og fylgdarlið koma heim á fallega ættaróðalið með kirsuberjagarðinum sem á að fara á uppboð vegna vanrækslu þeirra og eyðslu. Hér er fjallað um mennskuna, um manneskjuna í allri sinni dásamlegu, ófullkomnu og grátbroslegu dýrð. Allt tekur enda í þessum heimi og allt er breytingum háð, en óttinn við breytingar getur verið lamandi. Kirsuberjagarðurinn býr í raun í hjörtum okkar allra, það eina sem við þurfum að gera er að hugsa vel um hann og elska.

 

ÚTSKRIFTARNEMAR & HLUTVERK

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir / Ljúbov Andreévna Ranévskaja, óðalseigandi
Hólmfríður Hafliðadóttir / Anja, dóttir Ljúbov
Berglind Alda Ástþórsdóttir / Varja, uppeldisdóttir Ljúbov
Selma Rán Lima / Dúnjasha, vinnukona
Gunnur Martinsdóttir Schlüter / Símjonova – Píshjik
Gréta Arnarsdóttir / Sjarlotta Ívanovna, heimiliskennari
Jón Bjarni Ísaksson / Leoníd Andreévítsj Gajev bróðir Ranévskaju
Mikael Emil Kaaber / Firs, gamall þjónn & Jasha, ungur þjónn
Nikulás Hansen Daðason / Érmolaj Aleksejvitsj Lopakhín kaupmaður
Jakob van Oosterhout / Pjotr Sergejvitsj Trofimov stúdent & Semjon Pantelejevevítsj Epikhodov skrifstofumaður

 

LISTRÆNIR STJÓRNENDUR

Leikstjóri: Edda Björg Eyjólfsdóttir
Leikmynd og búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Myndvörpun: Ásta Jónína Arnardóttir
Tónlist: Peter J. Östergaard
Hljómborði/píanó: Yuichi Yoshimoto
Sviðshreyfingar: Vala Ómarsdóttir
Leikmyndasmíði: Egill Ingibergsson
Ljósmyndir: Leifur Wilberg Orrason

 

 

Efsta röð frá vinstri: Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Jón Bjarni Ísaksson, Gréta Arnarsdóttir, Selma Rán Lima, Nikulás Hansen Daðason, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Mikael Emil Kaaber, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Hólmfríður Hafliðadóttir & Jakob van Oosterhout.


SÝNINGAR:
Frumsýning fim 23. maí kl. 20.00
2 sýning fös 24. maí kl. 20:00
3 sýning lau 25. maí kl. 20:00
4 & 5 sýning sun 26. maí kl. 15:00 & 20:00
6 sýning þrið 28. maí kl. 20:00
7 sýning mið 29. maí kl. 20:00
8 sýning fim 30. maí kl. 20:00
9 sýning fös 31. maí kl. 20:00
10 sýning lau 1. júní kl. 20:00

BÓKA MIÐA HÉR.


ÞAKKIR:
Magnús Geir Þórðarson
Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Guðmundur Erlingsson
Jón Stefán Sigurðsson
Ingibjörg G. Huldardóttir
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Áshildur María Guðbrandsdóttir
Aron þór Arnarsson
Ásta Jónína Arnardóttir
Berglind Einarsdóttir
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tinna Lind Gunnarsdóttir
Sváfnir Sigurðarsson
Marian Chmelar
Friðdóra Magnúsdóttir
Eiríkur Böðvarsson
Allt það frábæra fólk í öllum deildum
Þjóðleikhússins
Kristín Eysteinsdóttir
Þóra Einarsdóttir
Steinunn Ketilsdóttir
Una Þorleifsdóttir
Snæbjörg Sigurgeirsdóttir
Vala Ómarsdóttir
Egill Ingibergsson
Ingibjörg Huld Haraldsdóttir
Agnar Jón Egilsson
President Bongó
Óttar Sæmundssen
Seglagerðin Ægir
Björgvin Barðdal
Pixel
Stefán Már Magnússon
Anna Kristín Gunnarsdóttir fyrir frábæra aðstoð og nærveru
Grímur, Haddi og Karla fyrir að keyra sýninguna
Og allir sem hafa lagt okkur lið með einum eða öðrum hætti.

 

 

ÁVARP LEIKSTJÓR

Það er með miklu þakklæti og auðmýkt sem ég rita þetta ávarp. Fyrst og fremst er það þakklæti fyrir að fá að vinna með og leikstýra þessum glæsilegu og hæfileikaríku útskriftarnemum af leikarabraut LHÍ sem sannarlega hafa sýnt hvað í þeim býr. Með einlægni, fegurð og hugrekki að vopni hafa þau unnið ötullega í sínu námi þar sem þau hafa vaxið og dafnað með hverju verkefninu. Þau hafa jafnt og þétt skapað sér sína sérstöðu og lagt grunninn að listamanninum í sér svo unun hefur verið að fylgjast með. 

Í öðru lagi er það þakklæti fyrir að fá að setja upp með þeim eitt fallegasta og besta leikverkið,  Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov.  Hvað við erum heppinn að hafa fengið að vera í þeim garði að leika okkur! Tsjekhov og hans verk hafa verið mér hjartfólgin lengi, eða frá þeirri stundu þegar ég sá Mávinn í uppsetningu Rimas Tuminas, hér í Þjóðleikhúsinu. Það var eins og hulu væri frá svipt, allt var svo skýrt og svo fallegt, líka fyndið og grátbroslegt, mér fannst ég skilja þessar manneskjur. Síðan átti ég eftir að sjá allar sýningarnar hans Rimasar, m.a Kirsuberjagarðinn. Frú Emilía setti sömuleiðis upp ógleymanlega sýningu á Kirsuberjagarðinum í Héðinshúsinu, allt eru þetta sýningar sem lifa með manni. 

Það er skemmst frá því að segja að upp frá þessu elskaði ég leikritin og sögurnar hans Tsjekhov af öllu hjarta og hef séð uppsetningar af þeim víða um heim.  

Tsjekhov hefur einstaka sýn á lífið og á mannssálina. Hann er snillingur í að segja okkur sögur af manneskjunni, af okkur sjálfum, vonum okkar og þrám, og hann gerir það á sinn hátt með kurteisi, virðingu og kærleika þannig að allir geta tengt við persónurnar og það sem þær eru að ganga í gegnum. Hann segir okkur sögur af mennskunni, hvað það er að vera til og hvað við getjm verið grátbrosleg í okkar mestu þjáningum. Leikritin hans eiga alltaf við okkur erindi því allt gengur í hringi og manneskjan er alltaf sú sama þegar allt kemur til alls. Í þessari sögu eru persónurnar m.a. takast á við óttann við breytingar- „allt tekur enda í þessum heimi“ segir í verkinu, nýjar kynslóðir taka við af gömlum, tímabil í lífi fólks taka enda og ný taka við, hvernig förum við að því að sleppa tökunum, að horfast í augu við það sem við óttumst mest?  Í þessu ferli höfum við verið að skoða m.a. þessa hluti og verið óhrædd við að spyrja okkur stórra spurninga, hvað það er að vera til, að vera manneskja? Hver er tilgangur lífsins? Hvað þýðir að eiga heima?  Hvað er hamingja? Við höfum sett fókusinn á manneskjuna og á hringrás lífsins. Kirsuberjagarðurinn er heima, hann er ástin, hamingjan, frelsið, hann býr í hjörtum okkur allra. Við þurfum ekki annað en að leita inn á við, til okkar sjálfs, til að finna það sem við leitum að, til að sigrast á ótta og hatri og til að elska.   

Ég vil þakka Þjóðleikhúsinu og öllu því frábæra fólki sem þar starfar fyrir dásamlegt samstarf og fyrir að hafa tekið svona vel á móti okkur. Sömuleiðis þakka ég Listaháskóla Íslands og öllum aðstandendum fyrir gjöfult og gott samstarf. 

Kæru leikarar, ég óska ykkur innilega til hamingju með áfangann, þið eruð stjörnur sem skínið skært !  

Megi framtíð ykkar vera björt og gæfurík. Njótið ferðalagsins! 

 

Ykkar einlæglega, 

Edda Björg Eyjólfsdóttir 

 

Aðrir viðburðir

: ?>