Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuÍ heimi þar sem peningar og partý, fegurð og frægð eru það eina sem skiptir máli er hin nítján ára Kata ólétt og í tilvistarkreppu.
Kæru leikhúsgestir.
Það er með bjartsýni, fagmennsku og sprúðlandi sköpunarkrafti sem leikaranemarnir 10 hefja sig til flugs inn í atvinnumennsku sviðslistanna. Þau ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur takast á við LEG eftir Hugleik Dagsson og Flís en verkið braut blað í íslenskri sviðslistasögu þegar það var sett upp árið 2007. LEG á enn erindi líkt og þá, jafnvel enn meira erindi þegar tíðarandinn og notkun samfélagsmiðla eru sett í samhengi við verkið.
Listafólkið sem nú útskrifast sem leikarar með BA gráðu frá LHÍ hafa á síðustu þremur árum helgað sig náminu og listagyðjunni með aðdáunarverðri einurð og einlægni. Líkams- og raddtækni, leiktækni og fræði leiklistarinnar hafa verið hreiður þeirra en nú er komið að því að þau fljúgi þöndum vængjum af stað inn í framtíðina.
Við óskum þeim til hamingju með áfangann og óskum þeim gæfu og gengis í lífinu og á leið listarinnar.
Agnar Jón Egilsson
Fagstjóri leikarabrautar LHÍ
„Mörgþúsund milljón árum síðar
búið að virkja allt nema sólina.
Náttúrufegurð draugur fortíðar
og mannkynið herðir ólina.“
„Það er svo æðislegt að vera ung og falleg
í vernduðu umhverfi.
Það er svo æðislegt að vera í menntaskóla
þar sem allir elska þig.“
Leg gerist á Íslandi í framtíð sem eitt sinn var fjarlæg og dystópísk en á skuggalega vel við samtíma okkar. Segja má að framtíðarsýn Hugleiks hafi að mörgu leyti ræst, við sækjumst flest eftir ást og viðurkenningu á samfélagsmiðlum á meðan það verður sífellt flóknara að vera til í raunveruleikanum. Pressan um að líta óaðfinnanlega út, eiga fallegasta heimilið, flottustu vinnuna og skemmtilegustu vinina verður sífellt meiri. En hvað af þessu skiptir raunverulegu máli?
Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýrir kraftmiklum útskriftarhópi leikarabrautar Listaháskóla Íslands þar sem nýjasta kynslóð leikhúslistafólks tekst á við beitta þjóðfélagsádeilu Hugleiks Dagssonar með húmor og leikgleði að leiðarljósi.
Útskriftarnemendur / leikarar:
Elva María Birgisdóttir
Helga Salvör Jónsdóttir
Hrafnhildur Ingadóttir
Ingi Þór Þórhallsson
Katla Þórudóttir Njálsdóttir
Kristinn Óli Sigrúnarson Haraldsson
Mímir Bjarki Pálmason
Sólbjört Sigurðardóttir
Stefán Kári Ottósson
Salka Gústafsdóttir, lokaverkefni hennar er Stormur sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Leikstjórn: Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Sviðsmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Ljósahönnun: Aron Martin Ásgerðarson
Hljómsveit: Fannar Sigurðsson á gítara og hljómsveitarstjórn, Jón Ingvi Seljeseth á píanó/hljómborð, Friðrik Örn á raf- og kontrabassa, Andri Eyfjörð Jóhannesson á trommur/slagverk. Allt nemendur í tónlistardeild LHÍ.
Raddþjálfun og aðstoð við hljómsveit: Kristjana Stefánsdóttir, aðjúnkt við Sviðslista- og Tónlistardeild LHÍ
Aðstoð við sviðsmynd og búninga: Hulda Kristín Hauksdóttir, nemandi í hönnunardeild LHÍ
Sýningar- og verkefnastjóri: Vigdís Perla Maack
Aðstoðarleikstjóri: Salka Gústafsdóttir, útskriftarnemandi leikarabrautar LHÍ.
Fagstjóri leikarabrautar: Agnar Jón Egilsson
Umsjónarmaður: Guðmundur Erlingsson