Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuListamannaspjall við Halldór Baldursson – Aðventuhittingur og samvera
Halldór Baldursson er flestum kunnur sem skopmyndateiknari og hefur hann um árabil teiknað bæði fyrir dagblöð, tímarit og bækur og vakið mikla athygli fyrir frábæran húmor. Umræðuefni viðburðarins er Mastersverkefni Halldórs við listkennsludeild Listaháskóla Íslands sem ber nafnið „Hvað nú?“
Myndasöguformið sjálft er hér til skoðunar og hvernig frásagnarmáti þess og myndmál þess nýtist við að koma þekkingu og fróðleik til skila. Aðalframlag Halldórs í verkefninu er byggt á reynslu hans sem höfundur samfélagslegs skops og myndskreyttra bóka af öllu tagi síðastliðin 30 ár. Þannig er verkið líka einskonar listrannsókn þar sem hans eigin listsköpun er dregin inn á svið kennslufræðinnar.
Titill verksins „Hvað nú?“ felur í sér spurningu og segja má svarið mótist í framvindu verksins þar til í lokin og að niðurstaða fæst, að menntun bjóði okkur upp á val.
Við fáum Halldór Baldursson til að ræða um bókina og svo munu Ingimar Ólafsson Waage, Hanna Margrét Einarsdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson skoða hvernig listin getur verið þátttakandi í miðlun fróðleiks á öllum menntastigum.
Þessi viðburður er hluti af samstarfsverkefni Listkennsludeildar Listaháskólans og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Stefnt er á að halda viðburði af þessum toga tvisvar á hverri önn. Sproti þessa samstarfs varð til í Loftskeytastöðinni, nýju menningarhúsi Háskóla Íslands fyrr í haust.
Frítt er á viðburðinn og verður boðið upp á léttar veitingar að honum loknum.