Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuSneiðmynd: Anna Dröfn Ágústsdóttir
Óli K. Maðurinn og myndirnar.
Um fyrirlesturinn:
Ólafur K. Magnússon var fyrstur til að vera fastráðinn sem ljósmyndari á dagblaði á Íslandi þegar hann var ráðinn á Morgunblaðið árið 1947. Þar starfaði hann í hálfa öld og festi á filmur sínar mikilvæga viðburði í lífi þjóðar. Andartök og augnablik Íslandssögunnar urðu að sýnilegum minjum í myndum hans. Hann tók utan um andrúm og tilfinningar og gaf þeim form, gerði menn og konur að leikendum á sviði tímans – var staddur þar sem sagan gerðist.
Í fyrirlestrinum 14. nóvember fjallar Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og lektor við hönnunardeild um bókina Óli K. sem kemur út sama dag. Hún segir frá ævi Óla K. en hann misst föður sinn ungur, var unglingur þegar Ísland var hernumið og sigldi í skipalest til Bandaríkjanna á stríðsárunum til að læra ljósmyndun í New York og kvikmyndagerð hjá Paramount Pictures í Hollywood. Anna Dröfn mun ræða kveikjuna á bak við rannsóknina og fjalla um samstarfið við Kjartan Hreinsson, ljósmyndarann og grafískan hönnuð, sem hannaði bókina og myndritstýrði ásamt Önnu Dröfn. Hún mun rekja hvernig þau fóru saman í gegnum gríðarstórt myndasafn sem telur um hundraðogáttatíuþúsund myndir og völdu myndir fyrir bók sem fjallar um ljósmyndara og sögu þjóðar frá hans sjónarhóli.
Um fyrirlesara:
Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og lektor við Listaháskólann hefur áður gefið út vinsælu bækurnar Reykjavík sem ekki varð og Laugavegur sem hún skrifaði með Guðna Valberg arkitekt.
Mynd: Angústúra