Þriðjudaginn 1. maí verður opnuð sýningin „ómur, ymur, din, dyn, geimur“ í Gallerí RÝMD við Völvufell 13 - 21 í Efra-Breiðholti. Sýningin verður opin frá 18 - 21.
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.

„ómur, ymur, din, dyn, geimur“ er hópsýning þar sem flutt verða ný verk sem byggja á hljóði sem efniviði eða hljóði sem myndgerist í gegnum tví- og þrívíð verk, gjörninga og uppákomur.

Listamenn sem verk eiga á sýningunni:

  • Andri Þór Arason
  • Ásthildur Ákadóttir
  • Benjamin Pompe
  • Bernharð Þórsson
  • Bragi Árnason
  • Daníel Ágúst Ágústsson
  • Didde Borup Larsen
  • Lucile Simiand
  • Michelle Tiffany Site
  • Ósk Jóhannesdóttir
  • Pétur Eggertsson
  • Otho
  • Sarah Maria Yasdani
  • Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
  • SihanYang

Sýningin opnar sýn inn í námskeiðið Hljóðlist (Sound Art) sem kennt hefur verið af Berglindi Maríu Tómasdóttur og Erik DeLuca við Listaháskóla Íslands. Námskeiðið er haldið á vegum myndlistardeildar og tónlistardeildar LHÍ.