Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

//English below.

Praxis, sviðslistaþing Listaháskóla Íslands, verður haldið í annað sinn laugardaginn 29. mars 2025. Þingið er vettvangur fyrir listrænar tilraunir, þekkingarsköpun og samtal milli fagvettvangsins og háskólasamfélagsins. Þannig er þingið staður fyrir sviðslistasenuna til að koma saman og deila aðferðum, rannsóknum, og hugsa saman til framtíðar.

Þema Praxis 2025 er Leikstjórar um leikstjórn – Hvað / Hvernig / Af hverju. Aðalfyrirlesari þingsins er Saana Lavaste, prófessor í leikstjórn við Uniarts Helsinki en yfirskrift erindis hennar er Að skapa þriggja stiga kringumstæður: Sviðið, sýningin og æfingaferlið.

Þingið hefst á opnun og kynningu á Rauða Torginu á fyrstu hæð LHÍ Laugarnesi og hefst dagskráin í kjölfarið. Hver viðburður tekur 45 mínútur og er gert ráð fyrir stuttum hléum á milli. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Praxis er haldið í húsnæði Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík. Ókeypis aðgangur og öll hjartanlega velkomin. SKRÁNING HÉR.
——-

Dagskrá:

11:30-12:00 – Opnun á Rauða torginu og kaffi/spjall

Fyrirlestrarsalur L193:
12:00-13:00 – Saana Lavaste – Creating the three-level situation: The scene, the performance and the production process
13:00-13:45 – Hallveig Kristín Eiríksdóttir – How Can We Play Together?
14:00-14:45 – Steinunn Knútsdóttir – Sjálfbæri leikstjórinn – hugað að tilvistalegri sjálfbærni sviðslistafólks
15:00-15:45 – Kevin Kuhlke – When the How is the What in service of the Why
16:00-17:00 – Una Þorleifsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir – Þarf ég að undirbúa mig?
17:00-17:30 – Lokun og kaffi/spjall
——–

Frekari upplýsingar um Praxis sviðslistaþing og fyrirlesarana má finna HÉR.

//

Praxis, Iceland University of the Arts’ Performing Arts Symposium, will be held for the second time Friday March 29th, 2025. The symposium is a platform for artistic experiments, knowledge creation and dialogue between the performing arts scene and the academia. Thus, the symposium becomes a place for the Icelandic performing arts scene to come together, share methods and/or research, and look towards the future.

The theme of Praxis 2025 is Directors on Directing – What / How / Why. The keynote speaker of the symposium is Saana Lavaste, Professor of Directing at Uniarts Helsinki, whose talk is titled Creating the three-level situation: The scene, the performance and the production process.

The program begins with an opening on the Red Square on the first floor at IUA Laugarnes, after which the program begins. Each lecture is approximately 45 minutes, followed by a short break where coffee and light snacks will be served.

Praxis will take place in Iceland University of the Arts, Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík. Free admission and everyone is welcome. REGISTER HERE.

Schedule:

11:30-12:00 – Opening on the Red Square & coffee/talk

Lecture hall L193:
12:00-13:00 – Saana Lavaste – Creating the three-level situation: The scene, the performance and the production process
13:00-13:45 – Hallveig Kristín Eiríksdóttir – How Can We Play Together?
14:00-14:45 – Steinunn Knútsdóttir – The Sustainable Director – Considering Existential Sustainability in the Performing Arts
15:00-15:45 – Kevin Kuhlke – When the How is the What in service of the Why
16:00-17:00 – Una Þorleifsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir – Do I need to be prepared?
17:00-17:30 – Closing & coffee/talk
——–

More information on the Praxis symposium and the lecturers HERE.

Fyrirlestrar // Lectures

  • Creating the three-level situation: The scene, the performance and the production process

    Saana Lavaste

    Saana Lavaste, prófessor í leikstjórn við Uniarts, Helsinki, er aðalfyrirlesari Praxis 2025. Erindi hennar, sem ber heitið Að skapa þriggja stiga kringumstæður: Sviðið, sýningin og æfingaferlið, gengur út frá þeirri hugmynd að starf leikstjórans sé að skilgreina aðstæður sem upphafspunkt fyrir listrænt ferli vinnuhóps. 

    Ef dramatískar aðstæður eru skilgreindar út frá spurningunum sex (Hver, Hvað, Hvar, Hvenær, Hvernig og Hvers vegna), hvernig svarar leikstjórinn þessum spurningum á þremur mismunandi stigum verksins? 

    Hvernig gæti sama listræna sýnin verið túlkuð á öllum þremur stigum, sem og í framleiðsluferlinu? 

    Hvernig breytist starf leikstjórans ef maður færir megináherslu verksins frá einu stigi (t.d. sviðinu) yfir á annað (t.d. framleiðsluferlið)? 

    Hvernig verða spurningar um þemu og viðfangsefni að veruleika á þessum mismunandi stigum? 

    Og að lokum, hvernig birtist forysta leikstjórans á þessum mismunandi stigum? 

     

    Saana Lavaste, professor of directing at Uniarts, Helsinki, is the keynote speaker of Praxis 2025. Her talk, titled Creating the three-level situation: The scene, the performance and the production process, starts from the idea that the work of the director is to define a situation as a starting point for the artistic process of the working group.   

    If a dramatic situation is defined by the six questions (Who, What, Where, When, How and Why), how does the director answer these questions in three different levels of the work? 

    How could the same artistic vision be expressed on all three levels, as well as on the level of the production process? 

    How does the work of the director change if one shifts the main focus of the work from one level (f.x. the scene) to another (f.x. the production process)?    

    How do questions of theme and subject matter actualize in these different levels?   

    And finally, how does the director’s leadership manifest in these different levels? 

  • How Can We Play Together?

    Hallveig Kristín Eiríksdóttir

    Leikstjórinn og sviðshöfundurinn Hallveig Kristín Eiríksdóttir flytur erindi byggt á meistararitgerð sinni í leikstjórn frá Uniarts, Helsinki, sem fjallar um hvernig megi fara að því að setja upp samsköpunarleikverk innan leikhússtofnana svo vel takist til. 

    Ritgerðin er tilraun til að skilgreina hverju sé hægt að hlúa að þegar samsköpunarverk eru sviðsett, með áherslu á ábyrgð leikstjóra, leikara og leikhússtjóra, og að finna hvar þessir þrír aðilar geti mæst þrátt fyrir ólíkar þarfir. Hallveig kannar hvaða skref hver aðili getur tekið í átt að miðjunni, í von um að skilgreina betur hver miðjan er og hver miðjan getur verið; með sérstakri áherslu á ábyrgð leikstjórans í ferlinu. Í ljósi fenginnar reynslu frá hennar eigin samsköpunarverki í Åbo Svenska Teater haustið 2024 og í bland við viðtöl við ýmsa listamenn, reynir Hallveig að stíga einu skrefi nær því að normalísera sköpunarferli sem ekki byggja á texta innan stofnanaleikhúsa, og skapa meira rými fyrir hið óhefðbundna, óþekkta og ólínulega á okkar best fjármögnuðu sviðum. 

     

    Director and performance maker Hallveig Kristín Eiríksdóttir will do a presentation based on her MA thesis in Directing from Uniarts, Helsinki, which discusses how to successfully stage devised performances within theatre institutions. 

    The thesis is an attempt to define what can be fostered when aiming to stage devised performances, with a focus on the responsibilities of the director, actors and theatre manager, and to find where these three parties can meet despite their different needs. Hallveig explores what steps each party can take towards the middle-ground, in the hope of also defining what the middle-ground is and what it can be; with a special emphasis on the director’s responsibility in the process. Drawing on lessons from her own devised performance at Åbo Svenska Teater in the fall of 2024, in combination with interviews with various artists, Hallveig attempts to take one step closer to normalizing non-textual creative processes within institutional theatres, and to create more space for the unconventional, the unknown and the nonlinear in our best-funded stages. 

  • Sjálfbæri leikstjórinn – hugað að tilvistalegri sjálfbærni sviðslistafólks

    Steinunn Knúts-Önnudóttir

    Í þessu erindi er hlutverk „leikstjórans“ skoðað út frá nýju sjónarhorni þar sem áhersla er lögð á tilvistarlega sjálfbærni í skapandi ferli sviðslista. Rýnt er í hugmyndina um leikstjórann innan mismunandi tegunda sviðslista; á sviði, utan sviðs, með og án þátttöku leikara, með þátttöku áhorfenda. Reynt er að endurskilgreina hlutverk leikstjórans í samhengi sem kallar á aukna meðvitund um jafnvægi milli listrænna, félagslegra og persónulegra þátta. 

    Tilvistalega sjálfbær sviðslist snýst ekki aðeins um að viðhalda orku og sköpunargleði listamanna og annarra þátttakenda, heldur einnig um að rýna í valdastrúktúra og samstarfsform sviðslistanna. Hverju stýrir leikstjórinn? Hver er siðferðileg ábyrgð leikstjórans? Hvernig má hugsa listsköpun sem ferli sem nærir listamenn og aðra þátttakendur jafnframt því að vera kraftmikið og gefandi fyrir gesti? 

    Erindið byggir á listrannsókninni „Hversu lítið er nóg?“ sem var unnin var við leiklistarakademíuna í Malmö og dregur fram mögulegar leiðir til að þróa aðferðir sem styrkja tilvistalega sjálfbærni í hlutverki leikstjórans. Markmiðið er að skapa umræðu um hvernig nýjar nálganir geta aukið meðvitund um siðferðilega ábyrgð og stutt við tilvistarlega sjálfbært starfsumhverfi sviðslistafólks. 

     

    The Sustainable Director – Considering Existential Sustainability in the Performing Arts 

    This talk explores the role of the director from a new perspective, emphasizing existential sustainability in the creative process of performing arts. It examines the concept of the director across different forms of performance—on stage, off stage, with and without actors, and with audience participation—seeking to redefine the role in a context that calls for greater awareness of the balance between artistic, social, and personal dimensions. 

    Existentially sustainable performance-making is not only about maintaining the energy and creative drive of artists and participants but also about critically examining power structures and collaborative models in the performing arts. What does the director control? What is their ethical responsibility? How can artistic creation be understood as a process that nourishes artists and collaborators while also being engaging and impactful for audiences? 

    The talk is based on the artistic research project How Little Is Enough? conducted at Malmö Theatre Academy and presents possible approaches for developing methods that support existential sustainability in directing. The aim is to foster discussion on how new perspectives can enhance awareness of ethical responsibility and contribute to a more sustainable working environment for performing artists. 

  • When the How is the What in service of the Why

    Kevin Kuhlke

    Vinsældir póstdramatísks leikhúss náðu ef til vill hámarki sínu undir lok 20. aldar, en það hefur haft varanleg áhrif á nútíma leiklistaraðferðir. Síðustu 25 ár hafa verið gerðar ótal uppfærslur á hefðbundnu leikhúsi sem leikstýrt hefur með póstdramatískum aðferðum. Þetta eru sýningar þar sem dramatísk frásögn leikrits er sjáanleg en tilheyrir listrænum ramma sem hefur sínar eigin ólínulegu leikreglur sem eru einnig sjáanlegar. Í erindinu notar leikstjórinn og prófessorinn Kevin Kuhlke sína eigin uppfærslu á leikriti Helene Cixous, Drums on the Dam, til að kanna hvernig skapandi nálgun á milli hefðbundins og póstdramatísks leikhúss gæti látið uppfærslu eiga erindi við nútímaáhorfendur. Fjallað verður um textagreiningu, hugmyndafræðilegan undirbúning, dramatúrgískar rannsóknir og menningarleg sjónarmið. Í erindinu verður einnig fjallað um tengsl póstdramatísks leikhúss og póstmódernisma almennt. Auk þess verða tekin dæmi um samþætt æfingaferli sem styður við handritagreiningu og sviðsetningu með notkun ýmissa sálfræðilegra aðferða sem hjálpa leikurum að taka fullan þátt í póstmódernískri útgáfu af virkri greiningu Knebels og Stanislavskis. 

     

    The popularity of post-dramatic theater may have reached its peak towards the end of the 20th century, but it has had a lasting effect on contemporary theatre practice. The last 25 years have seen countless productions of dramatic theatre directed with a post-dramatic sensibility. These are productions in which a play’s dramatic narrative is present and comprehensible but resides inside an artistic frame that has its own non-narrative performative rules that are also present and comprehensible. This talk will use my production of Helene Cixous’ play Drums on the Dam to examine how a creative rapprochement between dramatic and post-dramatic theatre might enhance the attempt to make a production relevant for a contemporary audience. Topics covered will include text analysis, conceptual preparation, dramaturgical research and cultural considerations. The presentation will touch on the link between post-dramatic theatre and postmodernism in general. It will also give examples of an integrated rehearsal process that augments detailed script analysis and stage composition with the use of various psycho-physical techniques to help actors fully engage in a post-modern version of Knebel’s/Stanislavski’s Active Analysis. 

  • Una Þorleifsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir

    Pallborð: Þarf ég að undirbúa mig? / Do I need to be prepared?

    Leikstjórarnir Una Þorleifsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir halda pallborð um leikstjórn undir yfirskriftinni Þarf ég að undirbúa mig? Rýnt verður í ólíkar aðferðir við forvinnu og undirbúning leikstjórans og samspil flæðis og skipulags. Gestir verða tilkynntir síðar. 

     

    Directors Una Þorleifsdóttir and Gréta Kristín Ómarsdóttir will host a panel discussion on directing entitled Do I need to prepare? They will explore different methods of pre-production and directorial preparation, and the interaction between flow and organization. Guests will be announced later. 

Aðrir viðburðir

: ?>