Vinnustofa á listahátíðinni Cycle um tónlist og þjóðarsjálfsmyndir í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs laugardaginn 9. september kl. 11-16.
 
Þátttakendur eru Andreas Otte, lektor við Háskóla Grænlands, Berglind María Tómasdóttir, dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar við LHÍ, Erik Deluca, tónskáld og stundakennari við LHÍ og Þorbjörg Daphne Hall, lektor í tónlistarfræði við LHÍ. Einnig verður stuttmynd Ivalo Frank, Echoes (2015), sýnd og mun hópur listkennslunema við Háskóla Grænlands kynna hljóð- og myndverk sitt.
 
Í vinnustofunni verður fjallað um hvernig tónlist mótar og er samofin sjálfsmynd og ímyndum þjóða. Þeir sem kynna munu notast við dæmi frá Íslandi og Grænlandi til að kanna þetta samband.
 
Frekari upplýsingar má finna á http://www.cycle.is/new-page-74
 
Boðið verður upp á umræður í lok dagskrár og eru gestir hvattir til að taka virkan þátt!
 
Þorbjörg Daphne Hall stýrir vinnustofunni sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Rannsóknarstofu í tónlist - Rít og Háskólann á Grænlandi.