Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

SAMBÚÐ // Opnun á sýningu á verkum 1. árs nema í arkitektúr

Nemendur á fyrsta ári í arkitektúr við LHÍ bjóða ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna “Sambúð” sem er afrakstur vinnustofunnar Hús númer 1 á vorönn 2025. Lóðin sem er til umfjöllunar er brunareiturinn að Grettisgötu 87. Nemendur fjalla um sambúð mismunandi einstaklinga sem leggja sitt af mörkum til iðandi mannslífs miðbæjar Reykjavíkur.

Leiðbeinendur eru arkitektarnir Hrólfur Karl Cela og Perla Dís Kristinsdóttir frá Basalt Arkitektum.

Hvar: Gallery Fold, Rauðarárstíg 14, Reykjavík

Hvenær: Þriðjudaginn 25. mars kl 16-18

Opnunartímar:
Þriðjudagur 25. mars frá kl 16-18.
Miðvikudagur 26. mars til föstudags 28. mars frá kl 12-18
Laugardagur 29.mars frá kl 12-16.

Styrktaraðili sýningarinnar er Gallery Fold.

Öll velkomin!

Aðrir viðburðir

: ?>