Sýningin Allar leiðir slæmar er afrakstur námskeiðsins Vinnustofan Seyðisfjörður sem útskriftarnemar við myndlistardeild Listaháskóla Íslands sækja um þessar mundir.

Námskeiðið, sem stendur í tvær vikur, er í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna og stýrt af Birni Roth og Kristjáni Steingrími Jónssyni, fyrrverandi deildarforseta myndlistardeildar.

Nemendur komu í fallegu veðri en áður en langt um leið skall óveður á. Allar leiðir út úr firðinum voru lokaðar. Sum þeirra neyddust til að leita á náðir bæjarbúa sem af góðmennsku sinni lánuðu þeim betri föt. Það verður áhugavert að sjá hvort þessar óvenjulegu aðstæður munu hafa áhrif á viðfangsefni sýningarinnar Allar leiðir slæmar í Skaftfelli.

Listamenn:
Agnes Ársælsdóttir, Almar Steinn Atlason, Anna Andrea Winther, Ágústa Björnsdóttir, Guðný Sara Birgisdóttir, Hanne Korsnes, Hillevi Cecilia Högström, Katrín Helga Andrésdóttir, Tora Victoria Stiefel, Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson, Þórunn Kolbeinsdóttir, Æsa Saga Otrsdóttir Árdal