Verið velkomin á opnun sýningarinnar Sel það ekki dýrara en ég keypti það hjá fyrsta ári myndlistadeildar Listaháskóla Íslands.

Sýningin er samstarf nemenda sem voru að ljúka sínu fyrsta ári í BA námi við skólann og hafa unnið í samtali við hvort annað og prófessora skólans, sýningin er sett upp með aðstoð Bjarka Bragasonar, lektors við Myndlistardeild Listaháskólans. Opnar sýningin kl. 17-21 í RÝMD, nýju nemendareknu gallerí Listaháskóla Íslands að Völvufelli 21.

Listamenn:

Bergur Nordal
Harpa Dís Hákonardóttir
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir
Hákon Bragason
Jóhanna Rakel Jónasdóttir
Katla Rúnarsdóttir
María Lind Sigurðardóttir
Nína Kristín Guðmundsdóttir
Salka Rósinkranz
Sigríður Erla Jóhönnudóttir
Sigrún Erna Sigurðardóttir
Ólöf Björk Ingólfsdóttir
Ósk Gunnlaugsdóttir
Óskar Þór Ámundason

Sýningin verður einnig opin helgina 10.-11. Júní frá kl. 12-17. Facebook viðburður.