"SERÍA eru mánaðarleg kóreografísk tilraunakvöld haldin annan sunnudag í mánuði hverjum. Viðburðurinn hefst kl 20:00 og er haldinn í Tunglinu í Austurstræti í húskynnum LHÍ. Frítt inn- öll velkomin. 
 
Hópur kóreografíska listamanna standa að kvöldunum og bera stoð og styttu að skipulagningu kvöldanna. Hópurinn samanstendur af listamönnum úr víðum hópi innan danslistarinnar og tilheyra mismunandi tímabili eða kynslóðum danslistamanna. Þetta gerir hópinn sterkari þar sem hann tengist inn í kóreografískan listaheiminn á margvíslegan hátt. 
 
Á kvöldunum er listamönnum boðið sýna bort úr verki í vinnslu eða hugmynd í fæðingu. Hugmyndin er að listamenn sem vinna með eða út frá kóreografíu í sínum víðasta skilningi geti haft vettvang til að henda hugmyndum sínum út í listræna andrúmsloftið. Að listamenn hvaðan æva og almenningur geti komið á kvöldin og séð bæði verk þróast en líka brot úr hugmyndaferli listamanna. 
 
Sunnudaginn 8. október koma þær Katrín Gunnarsdóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Steinunn Ketilsdottir fram. 
 
SERÍA gerir út á framsetningu en líka varðveislu og er haldið utan um samtal sem listamenn og áhorfendur eiga í lok sýningarkvöldsins. Það samtal er sett upp í einskonar podkast þar sem allir geta hlýtt á. Einnig reynum við að hafa ritara á hverju kvöldi sem skrifar hugleiðingu um hvert og eitt kvöld. Þannig varðveitum við ekki aðeins útkomu kóreografískra verka heldur einnig ferlið og hugmyndirnar. 
 
SERÍA er opin vettvangur og skilgreinir sig í víddir alheimsins. 
Hver sem er getur unnið á kóreografískan hátt það er aðeins skilgreiningar atriði listamanna og listrængleraugu almennings sem skera út um það."