Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuKosningafundur sunnudaginn 17. nóvember í fyrirlestrasalnum Skriðu í Hamri, Stakkahlíð 1, klukkan 15:00 til 17:00
Bandalag íslenskra listamanna og Listaháskóli Íslands boða til pallborðsumræðu um listir og menningu þar sem fundargestum gefst tækifæri að ræða við frambjóðendur um stefnumál þeirra í málaflokknum.
Fundarstjóri er Vigdís Jakobsdóttir, menningarráðgjafi og leikstjóri.
Í komandi kosningum er nauðsynlegt að listir og menning séu í brennidepli, en beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi er um 3,5% af landsframleiðslu. Á sama tíma og listir og menning skapa störf og bæta samfélagið þá er heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ef þessi þróun verður að veruleika mun það hafa neikvæðar afleiðingar á starfsumhverfi listamanna til frambúðar. Menning og listir eru félagslegir margfaldarar og stuðla að bættri samfélagsvelferð, auka samheldni, lífsgæði og hamingju. Listaháskólinn menntar listamenn framtíðarinnar og því skiptir miklu máli að stjórnvöld framfylgi þeim ákvörðunum sem nú þegar hafa verið teknar varðandi að skólinn komist undir eitt þak sem allra fyrst. Dýnamískur Listaháskóli í faglegri aðstöðu undir einu þaki mun skila sér margfalt inn í menningarlíf landsmanna um ókomna framtíð.
Dagskrá
15:00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna flytur opnunarávarp
15:10 Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
15:20 til 17:00 Pallborðsumræður
Fundurinn er opinn öllum og verður streymt á Vísir.is
Vinsamlegast skráið þátttöku hér
Viðburður á Facebook hér