Píanó- og kammertónleikar miðvikudaginn 6. desember:
Mattias Martinez Carranza, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir og Anela Bakraqi leika á píanó.

Guðmundur Andri Ólafsson (horn) og Benedikt Bazaras (píanó) leika sónötu eftir Hindemith.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Skammdegistónleikaröð tónlistardeildar er yfirheiti nemendatónleika í lok haustannar. Tónleikaröðin hófst með tónleikum í Hallgrímskirkju þar sem kór og hljóðfæranemendur skólans komu fram. 
Nú hafa tekið við einleiks- og kammertónleikar nemenda og standa þeir samfellt yfir á tímabilinu 25.nóvember til 11.desember.