HÁDEGISFYRIRLESTUR: SONIA LEVY

Föstudaginn 6. október kl. 13.00 mun Sonia Levy halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Getur myndlist hjálpað okkur við að tækla eða jafnvel endurskilgreina samfélagslegar breytingar á tímum vistfræðilegs hruns? Með þetta í huga, hverjir eru þá helstu kostir þess að tengja saman listir og vísindi? Í fyrirlestrinum mun Sonia Levy deila því með okkur hvernig tvö af hennar nýjustu verkefnum nálgast þessar spurningar. Svörin eru flókin en jafnframt spennandi og opin til túlkunar.

Sonia Levy er franskur myndlistarmaður sem býr í London og á Íslandi. Eftir að hún útskrifaðist frá Villa Arson, École des Beaux–Art de Nice í Frakklandi, fór hún í framhaldsnám í École Nationale Supérieure des Arts Décoratifs í París. Árið 2016 tók hún þátt í verkefni tengdu myndlist og pólitík (SPEAP) við Sciences Po stofununina í París, leidda af prófessor Bruno Latour. 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.