Saga er útskriftarverk Stefáns Ólafs Ólafssonar í tónsmíðanámi við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands og verður flutt í Mengi við Óðinsgötu, sunnudagskvöldið 13. maí klukkan 21.

Saga er ópera í einum þætti fyrir tvo flytjendur, rafhljóð og libretto framkallað með Markov-keðjum.
„Saga“ getur staðið fyrir ýmsa hluti. Tölvurnar gefa okkur hins vegar ekkert samhengi.
Hvað vilja tölvurnar segja við okkur og hvernig ber að skilja það?

Flytjendur eru:
Gylfi Guðjohnsen – frummælandi
Friðrik Margétar-Guðmundsson – engill

Saga er útskriftarverk Stefáns Ólafs Ólafssonar í tónsmíðanámi við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Húsið opnar kl. 20:30 - Aðgangur ókeypis