Mánudaginn 3. júní fer fram verðlaunaafhending og úthlutun úr sjóði Halldórs Hansen. Viðburðurinn fer fram í Salnum, Kópavogi og hefst kl.17:00.
Halldór Hansen barnalæknir lét eftir sig mikið tónlistarsafn með um 10.000 hljómplötum, sem hann ánafnaði Listaháskólanum í erfðaskrá ásamt öðrum eigum sínum sem skyldu renna í sérstakan sjóð í hans nafni. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn Listaháskóla Íslands og veita árlega styrk til framúrskarandi tónlistarnema.
Stjórn sjóðsins skipa þau Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands og formaður, Þóra Einarsdóttir, sviðsforseti í kvikmyndalist, tónlist og sviðslistum í Listaháskóla Íslands, ritari og Pétur Jónasson, deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, meðstjórnandi. Magnús Lyngdal Magnússon er varamaður.