Verkstæðakvöld
20:00-22:00 - 6.desember 2017
Laugarnesvegur 91

 
Verkstæðakvöld Listaháskóla Íslands verður haldið í fyrsta sinn þann 6.desember næstkomandi.
 
Í húsnæði Listaháskólans að Laugarnesvegi 91 eru ljósmyndaver, prentverkstæði, trésmíðaverkstæði, málmsmíðaverkstæði, mótunarverkstæði og vídeóver. Verkstæðin verða opin þetta eina kvöld þar sem verk núverandi nemenda, fyrrverandi nemenda, stundakennara og verkstæðiskennara verða til sýnis. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá verk nemenda og starfandi listamanna í því samhengi sem þau spretta úr og kynnast þeim aðferðum sem notaðar eru við framleiðslu þeirra.
 
Til að mynda sýna nemendur bókverk sem unnin eru með nýrri prenttækni sem skólinn býður uppá. Risograph er japönsk prenttækni og eitt hraðasta, ódýrasta og umhverfisvænasta prent sem um getur. Silkiþrykkt veggspjöld David Horvitz unnin fyrir Sequences listahátíðina verða sýnd.
Jóhann Ingi Skúlason sýnir innrauða skyggnusýningu sem aðeins er hægt að sjá í gegnum sérstakan filter með hjálp snjallsíma. Í vídeóveri skólans verða myndbandsverk fyrrverandi og núverandi nemenda til sýnis. Nemendafélag Myndlistardeildar býður uppá jólaglögg og piparkökur.
 
Prentverkstæði:
(Hreinn Friðfinsson)
David Horvitz
Haraldur Jónsson
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Leifur Ýmir Eyjólfsson
Prent & vinir
Sigurður Atli Sigurðsson
Jóhann Lúðvík Torfason
Guðjón Ketilsson
Páll Banine
Ósk Gunnlaugsdóttir
Sólbjört Vera
Guðmundur Thoroddsen
Þórdís Erla Zoega
Samuel Rees
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Steingrímur Eyfjörð
Helgi Þórsson
Lilja Birgisdóttir
Lucile Simiand
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir
Sigurður Ámundason
Þorvaldur Jónsson
Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson
Katrín Helga Andrésdóttir
Sigrún Erna Sigurðardóttir
Margrét Weisshappel
Jackson Shea Denahy
 
Ljósmyndaver:
Ólöf Björk Ingólfsdóttir
Berglind Hreiðarsdóttir
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir
Christopher David Roberts
Kim Bode
Pier-Yves Larouche
Claudia Hausfeld
Anne Rombach
Arnar Ómarsson
 
Trésmíðaverkstæði:
Patricia Carolina Rodríguez
Sarah Maria Yasdani
Almar Steinn Atlason
Unndór Egill Jónsson
Harpa Dís Hákonardóttir
 
Vídeóver:
Gunnar Jónsson
Árni Jónsson
Ívar Glói Gunnarsson
Kristín Helga Ríkharðsdóttir
Katrín Helena Jónsdóttir
Logi Leo Gunnarsson
Fritz Hendrik Berndsen
Sigríður Þóra Óðinsdóttir
Jóhann Ingi Skúlason
Ylfa Þöll Ólafsdóttir
Óskar Kristinn Vignisson
Katrín Helga Andrésdóttir
Almar Steinn Atlason
 
Málmsmíðaverkstæði:
Elísabet Birta Sveinsdóttir