Sýningin við mið / at present verður opnuð í Sigurjónssafni föstudaginn 13. apríl klukkan 17.00. Ný verk meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands og skúlptúrar Sigurjóns Ólafssonar mætast í margradda samtali undir sýningarstjórn meistaranema í listfræði við Háskóla Íslands.

Sýningin er afrakstur samstarfs milli Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Á sýningunni má sjá ný verk unnin af meistaranemum í myndlist við Listaháskóla Íslands. Á Laugarnestanga þar sem safn Sigurjóns Ólafssonar stendur má finna merka sögu sem nær allt aftur til landnáms. Saga, staðarhættir, safn Sigurjóns Ólafssonar og verk hans eru innblástur þeirra verka sem hér verða sýnd.

Sýningin verður opin:
14. - 15. apríl: 14:00 - 17:00
21. - 22. apríl: 14:00 - 17:00

Á sýningunni Við mið stendur ekkert í stað. Tími og rúm takast á. Verkin tengjast handan tungumálsins og gestum gefst kostur á að skyggnast inn í þá sköpun og tjáningu sem á sér stað í hinu efnislega. Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í forgrunni sem saman teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við. Verkin eru fjölbreytt að gerð og unnin í ólík efni.

30594434_10217259607469034_4516289589282865152_o.jpg
 

Listamenn:
Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir
Katrina Jane Perry
Kimi Tayler
Kirill Lorech
Margrét Helga Sesseljudóttir
Marie Lebrun
María Hrönn Gunnarsdóttir
Pier-Yves Larouche
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Sihan Yang
Sigurjón Ólafsson

Sýningarstjórar:
Ásgerður Júníusdóttir
Ragnheiður K. Sigurðardóttir
Sunna Ástþórsdóttir
Þorgerður Þórhallsdóttir

Facebook viðburður
Mynd: Yang Sihan