Bókin Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty er afrakstur samstarfs listamanna og listnema við Listaháskólann í Umeå í Svíþjóð og Listaháskóla Íslands undir stjórn Erlu S. Haraldsdóttur og Carin Ellberg. Tilgangur verkefnisins var að fá listamenn til að vinna innan fyrirfram ákveðins kerfis með það að markmiði að breyta nálgun þeirra við sköpunarferlið. Ferlinu og afrakstri þess er miðlað í gullfallegri bók þar sem þessar formlegu reglur eru kynntar öllum til afnota í eigin sköpun. 

Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Crymogea í samstarfi við Listaháskólann í Umeå, Svíþjóð og verður útgáfu hennar fagnað með sýningu á verkum íslensku myndlistarmannana sem tóku þátt í listrannsókninni sem bókin byggir á. 

Útgáfuhófið og sýningin verður haldin á Barónsstíg 27, föstudaginn 15. ágúst klukkan 17 og eru allir velkomnir.

-------------------------------------------------------------------------------

Upplýsingar um bók:

Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty 

An artistic research by Erla S. Haraldsdóttir & Carin Ellberg

Ritstjóri: Erla S. Haraldsdóttir

Hönnun: Ariane Spanier Design, Stephie Becker

Textar: Birta Guðjónsdóttir, Dr. Roland Spolander, Jonatan Habib Engqvist, Craniv Boyd og Erla S. Haraldsdóttir

Nemendur úr Listaháskóla Íslands: Helena Aðalsteinsdóttir , Ívar Glói Gunnarsson, Logi Leó Gunnarsson, Brynjar Helgason. 

Aðrir þátttakendur: Hildigunnur Birgisdóttir, Carin Ellberg, Erla S. Haraldsdóttir, Steingrímur Eyfjörd, André Talborn, Ann Catrin Olsson, Helena Öström og Stina Malmqvist.