Einkasýning Þorgils Óttarrs Erlingssonar, Altari tækninnar, opnar fimmtudaginn 27. október kl.17:00 – 20:00 í Skúrnum. Skúrinn er að Laugarnesvegi 91, austan við aðalbyggingu. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Tæki inni á salerni á bensístöð. Bláar led ljósaperur og hreyfiskynjarar. Tækið blæs lofti af svo miklu afli að húðin teygðist til á höndum mínum. Ný útgáfa, nýtt tæki, allavega hafði ég ekki séð það áður. Straumlínulagaðri og tæknilegri en fyrri útgáfur.

Í „altari tækninnar“ tek ég tæknivæðingu og fjöldaframleiðslu til skoðunar og spyr spurninga um gildi hluta sem framleiddir eru í ofgnótt. Sjáum við náttúruna sem forðabúr neysluhyggjunnar?

Samband okkar við tæknina. Tæknin verður ávalt flóknari, við týnum okkur í henni, hún á að auðvelda líf okkar en á sama tíma dregur hún okkur fjær kjarna tilverunnar. Stanslaus eftirsókn í hluti býr til þörf sem við náum aldrei að svala.
Hér ert þú kominn á altari tækninnar. Taktu miða, við munum hjálpa þér eins fljótt og hægt er.
Við göngum niður að altarinu og sjáum hina guðlegu vél. Hún bíður okkur plast skeið sína. Þetta er skeið eins og allar hinar en þetta er skeiðin þín. Númerið þitt. Þetta er allt saman samkvæmt áætlun. Þetta er allt saman eins og það á að vera. Þetta gengur allt smurt fyrir sig.

Facebookviðburður sýningarinnar.

Á tímabilinu 13. október - 24. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 18 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 13. október - 24. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum Laugarnesi; í Naflanum sem er inn í miðju skólans, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Skúrnum sem sendur fyrir utan húsið austanmegin. Opnanir eru frá kl. 17 - 20 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist