Fornafn: 
Páll Ragnar Pálsson

Páll Ragnar Pálsson (1977) er með doktorsgráðu í tónsmíðum frá Eistnesku tónlistarakademíunni í Tallinn. Í doktorsritgerð sinni rannsakaði hann laglínur í Kvæðabók sr. Ólafs á Söndum og greindi þær m.a. út frá kenningum prof. Urve Lippus um línulaga hugsun í tónlist. Tónsmíðakennari Páls Ragnars í Tallinn var Helena Tulve. Í tónsmíðum sínum sækir Páll í Austur-Evrópska tónsmíðahefð. Má lýsa verkum hans sem „organísku“ línulaga umbreytingaferli með andlegu leiðarstefi. Tónsmíðar Páls Ragnars hafa verið fluttar á tónlistarhátíðum víða um Evrópu m.a. Elbfílharmóníunni í Hamborg og Berlínarfílharmóníunni. Páll Ragnar er í stjórn Tónskáldafélags Íslands.

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: