Framlag Listaháskóla Íslands á Iceland Airwaves verður fjölbreyttur hópur tónlistarfólks í meistaranámsbrautum innan skólans ásamt fleirum.

Flutt verður efni eftir nemendur í tónsmíðum, þekkt tónverk frá ýmsum heimshornum í nýjum búningi, tónlistarnámskeið með ungu fólki og íslensk sönglög og ljóð undir frumsamdri tónlist nemenda. Frítt er inn á alla atburði sem verða haldnir í Skipholti 31. 

Einnig mun ungt tónlistarfólk í námi sameinast okkur í verkefninu Völuspá þar sem við búm til verk saman  og hælisleitendur sem tóku þátt í verkefninu Musical Journeys í tengslum við Rauða Krossinn.

Dagskráin

Fimmtudagur 2. nóv.

17:30-20:00 HEIM - Sounds from home, þekkt íslensk sönglög, ljóð og svo verða flutt lög eftir nemendur á meistarabrautum NAIP og tónsmíðum.

Föstudagur 3. nóv.

17:00: Allir geta leikið - Opin hljóðfærasmiðja fyrir yngri kynslóðina þar sem stefnt er að því að semja lag á staðnum.
17:45: Völuspá Orchestra, tónsmíðaverkefni með ungu fólki þar sem þáttakendum úr "Allir geta leikið" er boðið að vera með.
18:30: Musical Journeys, þekkt lög frá Georgíu, Líbanon, Suður- Afríku og Bandaríkjunum í bland við nokkur frumsamin flutt af nemendum tónlistardeildar, listkennsludeildar og hælisleitendum sem partur af skapandi verkefni innan Rauða Krossins
19:30: Heðin Ziska Davidsen, Jesper Pedersen