Goddi, Guðmundi Oddi Magnússyni, hefur verið veitt rannsóknarprófessorstaða við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Er það í fyrsta sinn sem Listaháskólinn veitir slíka stöðu.

Goddur er menntaður í grafískri hönnun og myndlist. Hann vinnur að rannsóknum og skrifum um sögu myndmáls á Íslandi. Hann er einnig kennari og fyrirlesari og starfar við dagskrárgerð á sviði sjónlista og menningar hjá Ríkissjónvarpinu. Verk hans hafa verið gefin út, birt og sýnd víða um heim.

Við óskum Goddi innilega til hamingju með stöðuna.